Sunnudagurinn 17. janúar 2021

Steingrímur J. í bullandi vörn í makrílmálinu - grípur til Icesave-takta


17. júlí 2012 klukkan 18:17

Óli Björn Kárason heldur úti vefsíðunni www.t24.is. Hann vitnar þriðjudaginn 17. júlí í leiðara Evrópuvaktarinnar sama dag þar sem segir:

„Hvers vegna samþykkti Steingrímur J. að sækja makrílfund með Damanaki í London 3. september ef hann telur að krafa eða tal um refsiaðgerðir spilli fyrir viðræðum þeirra? Af hverju setur hann ekki fram þá kröfu að allar hótanir um refsiaðgerðir verði dregnar til baka áður en hann sest að viðræðuborðinu?

Það er ekki nóg að refsihótunum sé beint að yfirvöldum sjávarútvegsmála á Íslandi. Yfir utanríkisráðuneytinu hangir pólitísk hótun um að ekki verði rætt við Íslendinga um sjávarútvegsmál í ESB-aðildarviðræðunum nema makríldeilan leysist.“

Óli Björn segir að leiðarinn hafi birst rétt eftir kl. 10 í morgun en hinn 14.39 hafi mbl.is sagt frá því að Steingrímur J. segi hótanir Evrópusambandsins um refsiaðgerðir áróður. Mbl.is vitnar til viðtals AFP fréttastofunnar við sjávarútvegsráðherra. Þar segir:

„Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir í viðtali við AFP fréttastofuna að hótanir Írlands og ESB um refsiaðgerðir gegn Íslandi í makríldeilunni séu áróður.“

Síðar segir í frétt Mbl:

„Steingrímur segir við AFP að makríllinn haldi til á íslensku hafsvæði og éti frá öðrum fisktegundum. “Við munum ekki bogna undan þrýstingi og munum standa við okkar sjónarmið,„ segir Steingrímur.“

Óli Björn veltir fyrir sér hvort Steingrímur J. sé að svara leiðara Evrópuvaktarinnar og raunar einnig forvera sínum Jóni Bjarnasyni, sem hafi gagnrýnt hvernig haldið sé á málum í makríldeilunni.

Um leið og vakin er athygli á þessu mati Óla Björns má fullyrða að almennt sé Steingrímur J. í vörn í makríldeilunn eins og kemur fram í þeirri staðreynd að hann lætur sig hafa að samþykkja viðræður við ESB undir hótunum um refsiaðgerðir. Hvernig veit ráðherrann að hótanir Írlands og ESB um refsiaðgerðir séu áróður? Hefur honum verið sagt það á bakvið tjöldin á trúnaðarfundum hans með Mariu Damanaki sjávarútvegsstjóra?

Steingrímur J. verður að halda á annan veg á málstað Íslands út á við. Það eina sem vantaði í svör Steingríms J. var að hótanir ESB gegn Íslendingum væru til heimabrúks fyrir Mariu Damanaki. Þetta hafa löngum verið lokarök hans þegar erlendir ráðamenn sækja gegn íslenskum hagsmunum. - Þannig talaði Steingrímur J. til dæmis um fjármálaráðherra Hollendinga á tímum Icesave-deilunnar áður en hann lét undan þrýstingi Hollendinga og Breta og hætti varðstöðu um hagsmuni Íslands.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS