Fimmtudagurinn 28. janúar 2021

Evrópu­samtökin agnúast út í heyrúllur - hengja bakara fyrir smið


6. ágúst 2012 klukkan 19:05

Á mbl.is birtist sunnudaginn 5. ágúst þessi frétt með myndinni sem hér fylgir:

mbl/ÓM

„Víða í sveitum landsins má nú sjá rúllubagga með áletrun gegn ESB-aðild. Rúllubagginn á myndinni var við fjölfarinn þjóðveginn um Snæfellsnes, í túnfætinum hjá bænum Gríshóli.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is voru límmiðar með áletruninni nýlega auglýstir í Bændablaðinu og kostar hver miði þrjú þúsund krónur.“

Þessi litla frétt og myndin fór fyrir brjóstið á þeim sem heldur um vefsíðu Evrópusamtakanna. Hann segir hinn 6. ágúst:

„Eitt af því sem Bændasamtökin, sem eru jú alfarið á móti ESB-aðild (að mestu leyti eftir að hafa kynnt sér reynslu EINS ESB-ríkis, Finnlands), brugðu á það ráð að gera rúllubaggaáróðursmiða með boðskap gegn ESB. Rúllubaggamiðana á s.s. að líma á rúllubaggana (svona til að auka aðeins á plastið!!).

Sumir forsprakka Nei-samtakanna hafa hoppað hæð sína af gleði og telja þetta mjög vel heppnaða herferð.

Ritari, sem eins og áður sagði, hefur flandrað helling um landið í sumar, hefur hinsvegar aðeins séð þessa and-ESB-límmiða á örfáum bæjum. Og hefur þó keyrt um mikil landbúnaðarhéruð eins og Borgarfjörð, Skagafjörð og um sveitir Norðurlands! Kannski fór þetta allt saman á Suðurlandið og Austur

Samkvæmt opinberum upplýsingum kostar stykkið 3000 íslenskar krónur eða um 20 Evrur.

En hver borgar fyrir framleiðsluna á þessu og auglýsingarnar? Eru það hin skattafjármögnuðu Bændasamtök Íslands?

Ef svo er, þá eru það almennir skattborgarar sem eru að borga þennan brúsa!

Já, Bændasamtök Íslands fara sínu fram - það er engin spurning!“

Hér á Evrópuvaktinni er stuðlað að upplýstri umræðu um ESB-málefni með því meðal annars að birta framlag stuðningsmanna ESB-aðildar á Íslandi til umræðunnar. Það sem birtist hér að ofan sannar enn hvern hug Evrópusamtökin bera til Bændasamtaka Íslands og hve annt áróðursmönnum Evrópusamtakanna er um að hinn upplýsta umræða sé háð á málefnalegum grunni.

Engin samtök hafa unnið eins skipulega að því og Bændasamtök Íslands að kynna málefnalega afstöðu til ESB-aðildarmálsins. Fyrir það uppskera þau ofangreinda heift áróðursmanna Evrópusamtakanna.

Hið sérstaka við þessa árás Evrópusamtakanna á Bændasamtök Íslands er þó, að samtök bænda koma ekkert að þessum límmiðum - þeir eru auglýstir í Bændablaðinu en Heímssýn stendur að gerð límmiðanna. Evrópusamtökin eru vel upplýst eins og fyrri daginn.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS