ESB-aðildarsinnar á Íslandi eru í mikilli vörn um þessar mundir. Skýrast birtist þetta í ágreiningi innan VG og ríkisstjórnarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að þetta séu „panik viðbrögð“ ráðherra í hennar eigin ríkisstjórn. „Panikeri“ ráðherrar er meginástæðan að þeir treysta ekki forsætisráðherranum.
Á hættustundu sýna menn mismunandi mikið hugrekki. Jóhanna segir að samráðherrar hennar frá VG skorti hugprýði, hræðslan hafi náð tökum á þeim. Sema Erla er stjórnmálafræðingur sem útskrifaðist með meistaragráðu í Evrópufræðum (e. European Union Politics and Law) frá Edinborgarháskóla árið 2011. Hún starfar nú sem verkefnastjóri hjá Já Ísland. Henni rennur blóðið til skyldunnar og tekur til varna fyrir ESB-aðildarviðræðurnar á bloggsíðu sinni mánudaginn 13. ágúst.
Sema Erla týnir fram sjö rök: (1) ESB-samstarfið má rekja til tveggja heimsstyrjalda. (2) Evrópusambandið var stofnað til þess að takast á við krísur og á því leikur enginn vafi að Evrópusambandið og Evrópa muni jafna sig á þessum erfiðleikum. (3) Framtíð Evrópu hefur alltaf verið óljós, framtíð Íslands er óljós, enda veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér. (4) Erfiðleikarnir í Evrópu hafa ekki stoppað Króata í því að vilja ganga í Evrópusambandið. (5) Svartfjallaland, sem hóf viðræður við ESB í lok júní á þessu ári. (6) Eistar tóku upp evru þann 1. janúar á síðasta ári. (7 ) Önnur ríki bíða þess að taka upp evruna.
Rök Semu Erlu eru ákaflega veik og lágu öll fyrir þegar Íslendingar ákváðu að velja frekar aðild að evrópska efnahagssvæðinu en að ganga í ESB. Þau segja hins vegar ekki neitt um hvers vegna nauðsynlegt er fyrir Íslendinga að halda áfram viðræðum um aðild að ESB. Króatar, Svartfellingar og Eistlendingar eru í allt annarri stöðu en Íslendingar. Það er í besta falli einfeldningslegt að leggja hagsmuni þjóða að jöfnu á þann hátt sem Sema Erla gerir.
Umræður innan ESB og sérstaklega innan evru-svæðsins snúast nú um það sem hér er nefnt sem (2) röksemd Semu Erlu – evru-krísan afsanni einmitt kenninguna um að krísur séu tæki í þágu aukins ESB-samruna, evru-krísan valdi einmitt hinu gagnstæða, hún sundri þjóðum. Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, hefur varað við hættuna af þessu og mælt með auknum samruna en hvatningarorð hans í þá veru falla í grýtta jörð. Röksemd (3) á jafnt við Ísland utan eða innan ESB, hún afhjúpar best hve léttvægar röksemdirnar eru allar.
Með vísan til raka sinna spyr Sema Erla: „Svo af hverju á þetta að hafa einhver sérstök áhrif á okkur? Af hverju segja menn umsóknina um aðild að Evrópusambandinu búna að vera?“
Svarið við spurningunum er einfalt: Rökin sýna að Íslendingar eiga ekkert sérstakt erindi í ESB. Heimsstyrjaldirnar eru söguleg staðreynd. Vígbúnaður er nú af því tagi að engum heilvita manni dettur í hug að beita honum í Evrópu. Að Íslendingar eigi að tengjast ESB vegna þess að krísur leiði til meira yfirþjóðlegs valds innan ESB er öfugmæli. Framtíð Íslendinga er óráðin utan og innan ESB. Allt sem varðar þjóðir og gæslu þeirra á eigin hagsmunum snýst um þær en ekki Íslendinga. Niðurstaða: Hætta ber ESB-viðræðunum strax.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...