Jóhanna Sigurðardóttir hljóp á sig í hádegisfréttatíma ríkisútvarpsins mánudaginn 13. ágúst þegar hún sakaði meðráðherra úr VG um „panik viðbrögð“ og rætt var um „kosningaskjálfta“ í óvirðingarskyni við ráðherrana.
Í hádegisútvarpi ríkisútvarpsins þriðjudaginn 14. ágúst tók Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sér fyrir hendur að milda orð Jóhönnu og setja þau í bærilegt samhengi fyrir stjórnarsamstarfið. Hann gerir þó jafnframt lítið úr VG og stöðu flokksins samkvæmt könnunum. Þess er ógetið í fréttinni að fylgi Samfylkingarinnar hefur minnkað mikið frá því í kosningunum 2009.
Gunnar Helgi hefur starfað sem sérlegur ráðgjafi Jóhönnu þótt fréttastofan nefni það ekki þegar hann er kynntur til sögunnar. Látið er sem um óhlutdrægan fræðimann sé að ræða. Hér er fréttin frá Gunnari Helga eins og hún birtist á ruv.is:
„Prófessor í stjórnmálafræði segir að nýja afstöðu þingmanna og ráðherra Vinstri grænna til aðildarumsóknar að ESB, megi líklega skýra með því að kosningar séu á næsta leiti. Flokkurinn standi illa í könnunum og þurfi að marka sér sérstöðu.
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir ólíklegt að ný afstaða þingmanna Vinstri grænna til aðildarumsóknar að ESB, hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. Málið sé bundið í stjórnarsáttmála og ef samstarfinu er slitið á þeim grunni, varpi það skugga á samstarfshæfni flokksins til framtíðar. Nýja afstöðu þingmanna og ráðherra Vinstri grænna megi líklega að hluta til skýra með því að kosningar verði á næsta ári.
„Evrópumálin standa illa að mörgu leyti, virðast ekki njóta mikils stuðnings og VG standa illa líka samkvæmt könnunum. Við erum nú bara að sjá svona byrjun á kosningavetri held ég hlutum sem við munum sjá meira af ábyggilega í vetur þar sem að stjórnarflokkarnir reyna að marka sérstöðu sína,“ segir Gunnar Helga Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor.
Gunnar Helgi er sammála þeirri túlkun forsætisráðherra frá því í gær að um kosningaskjálfta sé að ræða. „Já, ég held að þetta sé nú hluti af því. VG stendur ekki mjög vel í könnunum og þarf að bæta stöðu sína, safna sínu liði saman svolítið og marka sér sérstöðu. Þeim finnst mörgum að þau hafi horfið aðeins í skuggann i stjórnarsamstarfinu við Samfylkinguna og það er ekkert óeðlilegt og ekkert ólíklegt að þau munu vilja fara inn á þessa braut í vetur,“ segir hann.
Gunnar Helgi telur ekki líklegt að þetta muni hafa frekari áhrif á samstarf flokkanna. Til að svo yrði, þyrftu Vinstri græn að vera reiðubúin að slíta stjórnarsamstarfinu á þessum grunni. Það sé ekki líklegt þar sem málið sé bundið í stjórnarsáttmála og að slíta stjórnarsamstarfi á slíku máli varpi skugga á samstarfshæfni Vinstri grænna í framtíðinni.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...