Sunnudagurinn 24. janúar 2021

Stóra tölvuskýrslumáliđ: Ráđuneyti ómerkir orđ Björns Vals og Kastljóss - hver verđur nú látinn fjúka?


26. september 2012 klukkan 17:34

Stóra tölvuskýrslumáliđ sem Kastljós hefur magnađ undanfarin kvöld í sjónvarpi ríkisins međ ađstođ Björns Vals Gíslasonar, formanns fjárlaganefndar, ţingmanns VG og sérstakrar málpípu Steingríms J. Sigfússonar, tók á sig nýja mynd miđvikudaginn 26. september ţegar fjármála- og efnahagsráđuneytiđ sendi frá sér yfirlýsingu. Slíkt er ađ sjálfsögđu ekki gert nema međ samţykki Oddnýjar Harđardóttur ráđherra.

Morgunblaðið
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður VG, ræða stöðu þingmála að kvöldi föstudags 15. júní 2012.

Eitt er ađ ráđuneyti sendi frá sér yfirlýsingu sem gengur gegn ţví sem haldiđ er fram í fjölmiđlum, sérstaklega ef í ljós kemur ađ ţar sé hlutum slegiđ fram án ţess ađ allar hliđar viđkomandi máls séu kannađar til hlítar. Fjármálaráđuneytiđ segir ađ starfsmenn Kastljóss hafi ekki gert ţađ. Annađ er ađ fjármálaráđuneyti sendi frá sér yfirlýsingu sem ómerkir öll stóryrđi og dramatíska tilburđi formanns fjárlaganefndar og afhjúpi hann sem spunaliđa í andstöđu viđ ţađ sem er satt og rétt í viđkomandi máli ađ mati ráđuneytisins.

Fyrir liggur ađ Björn Valur hefur haft drög ađ skýrslu ríkisendurskođunar undir höndum, einn manna utan hennar ef marka má Svein Arason ríkisendurskođanda ađ frátöldum Gunnari Hall fjársýslustjóra.

Í yfirlýsingu ráđuneytisins segir ađ fjármála- og efnahagsráđuneytiđ hafi ekki fengiđ umrćdd skýrsludrög í hendur. Ţađ hafi hins vegar fariđ yfir ţćr athugasemdir og ávirđingar sem fram koma í skýrsludrögunum eins og ţau hafi komiđ fram í umfjöllun á opinberum vettvangi. Ráđuneytiđ vill ađ ríkisendurskođun gefist ráđrúm til ađ ljúka viđ gerđ skýrslunnar.

Starfsmenn ráđuneytisins hafa átt fundi međ yfirstjórn Fjársýslu ríkisins, ţar sem fram hafa komiđ alvarlegar athugasemdir viđ fréttaflutning af málinu. Ráđuneytiđ mun fyrir sitt leyti fara ítarlega yfir ţann kostnađ sem falliđ hefur til vegna fjárfestingar í fjárhagskerfinu og viđ rekstur ţess. Mikilvćgt sé í umfjöllun um máliđ ađ gerđa greinarmun á stofnkostnađi og rekstri. Ráđuneytiđ segir ađ innleiđing kerfisins hafi stórlega bćtt fjárhagsupplýsingar ríkisins til bćđi stjórnunar og uppgjörs. Gerđ er athugasemd viđ ađ viđ undirbúning umfjöllunar um máliđ hafi ekki veriđ leitađ eftir upplýsingum hjá ţeim ađilum sem annast hafa stjórn og rekstur kerfisins og ţá hafi veriđ hafđar uppi ćrumeiđandi dylgjur um ţátt og tengsl ţeirra einstaklinga sem ađ ţeim verkefnum hafi komiđ. Loks er minnt á ađ gerđ hafi veriđ grein fyrir fjárveitingum til reksturs kerfisins í frumvarpi til fjárlaga ár hvert. Alţingi hafi samţykkt fjárveitingar til verkefnisins og kostnađur viđ ţađ ţví legiđ fyrir ár frá ári. Gjöld vegna ţessa verkefnis hafi nánast undantekningalaust veriđ innan heimilda fjárlaga.

Fréttamenn gengu hart ađ Sveini Arasyni ríkisendurskođanda eftir ađ hann sat fund ţingmanna undir stjórn Björns Vals Gíslasonar ţriđjudaginn 25. september. Ţeir vildu vita hvort Sveinn ćtlađi ekki örugglega ađ segja af sér vegna uppljóstrana Kastljóss og upphlaups Björns Vals međ Kastljóssmönnum. Nú verđur fróđlegt ađ fylgjast međ hver spyr Björn Val hvort hann ćtli ekki ađ segja af sér eđa ţá starfsmenn ríkisútvarpsins sem hafa fengiđ ţessa útreiđ hjá fjármála- og efnahagsráđuneytinu.

Allir tilburđir í ţessu máli af hálfu Kastljóss og Björns Vals hafa veriđ á ţann veg ađ skella ćtti skuld á Geir H. Haarde eđa einhverja ađra en nú fara međ völd. Tölvugrýlan sem vakin hefur veriđ af Kastljósi og Birni Vali er hins vegar enn á fleygiferđ innan stjórnkerfisins og nýtur verndar fjármála- og efnahagsráđuneytisins.

Spurt hefur veriđ hvort ţingmenn geti treyst ríkisendurskođun eđa ríkisendurskođanda eftir uppljóstranir Kastljóss. Ţessi spurning er hluti spunans. Hitt er ekki hluti hans ađ fjármála- og efnahagsráđuneytiđ hefur lýst Björn Val ómerking – treystir ráđuneytiđ honum fyrir ađ leiđa fjárlagafrumvarp 2013 í gegnum ţingiđ?

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleira í pottinum

Ţáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Ţriđjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíđan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komiđ ađ ţáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur veriđ lögđ áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, ţróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umrćđna hér á landi um ţessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Ţá hefu...

Easy-Jet fćkkar ferđum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagiđ Easy-Jet hefur fćkkađ ferđum á flugleiđinni London-Moskva um helming. Ástćđan er minnkandi eftirspurn og ađ sögn Moskvutíđinda eru önnur alţjóđleg flugfélög ađ gera hiđ sama. Farţegum á ţessari flugleiđ hefur fćkkađ um 20% ţađ sem af er ţessu ári samanboriđ viđ sama tíma fyrir ári. Ástćđan er stađa rúblunnar og versnandi alţjóđleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaţvćtti fyrir alţjóđlega glćpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist ađ bankakerfinu í Andorra um ţessar mundir og yfirvofandi hruni ţess.

PIMCO: Evru­svćđiđ á sér ekki framtíđ ađ óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stćrsta skuldabréfa­sjóđs heims, segja ađ evru­svćđiđ eigi sér ekki framtíđ nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í ţví felst ađ sögn Daily Telegraph ađ ađildarríkin afsali sér sjálfstćđi sínu. Talsmađur PIMCO bendir á ađ veikur hagvöxtur á evru­svćđinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS