Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, ríður ekki feitu hrossi frá forvali flokksins í SV-kjördæmi eða Reykjavíkurkjördæmunum laugardaginn 24. nóvember. Í fyrsta lagi sýnir dræm kjörsókn ótrúlega lítinn áhuga á flokknum, aðeins rúmlega 400 greiddu atkvæði í SV-kjördæmi og um 600 í Reykjavík. Þá fékk Björn Valur Gíslason, útsendari Steingríms J. í Reykjavík, hroðalega útreið og tangarsókn Steingríms J. gegn Ögmundi Jónassyni í SV-kjördæmi rann út í sandinn og veldur nú ófriði liði flokksformannsins vegna kynjareglu VG.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fékk ekki nema 261 atkvæði í forvali VG í SV-kjördæmi, það dugði honum þó til sigurs í forvalinu því aðeins 487 greiddu þar atkvæði og fékk Ögmundur því 54%. Í öðru sæti í kosningunni var Ólafur Þór Gunnarsson læknir með 234 atkvæði eða 27 atkvæðum færri en Ögmundur. Ólafur Þór lendir þó í þriðja sæti taki hann kjöri því að kvótareglur VG leiða til þess að Rósa Björk Brynjólfsdóttir, upplýsingafulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem þangað kom fyrir tilstilli Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG, á sínum tíma færist upp fyrir Ólaf Þór.
Ólafur Þór og Rósa Björk eru bæði eindregnir stuðningsmenn Steingríms J. í átökunum innan VG og var þeim báðum stefnt gegn Ögmundi sem stóðst áhlaupið og sagði við Smuguna að talningu lokinni:
„Ég er yfirleitt aldrei hræddur í pólitík, ég tek þeim niðurstöðum sem koma. Ég hef alveg gert mér grein fyrir því að það hafa verið miklar hræringar í flokknum, menn hafa deilt um málefni og persónur, þar á meðal mig. Nú hafa kjósendur í Suðvesturkjördæmi kveðið upp sinn dóm. Hann er afdráttarlaus, mér er treyst til að leiða listann í þessu stærsta kjördæmi landsins og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að rísa undir þeirri ábyrgð.“
Í Reykjavík munu ráðherrar VG Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningamálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra skipa fyrstu sætin á framboðslistum VG í Reykjavík. Katrín hlaut flest atkvæði í fyrsta sætið eða 547 en Svandís 432.
Árni Þór Sigurðsson og Álfheiður Ingadóttir alþingismaður munu samkvæmt niðurstöðunum skipa annað sætið í Reykjavíkurkjördæmunum. Árni Þór fékk 324 og Álfheiður 322. Steinunn Þóra Árnadóttir og Ingimar Karl Helgason verða í þriðja sæti listanna. Steinunn Þóra fékk 373 en Ingimar Karl 368.
Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar alþingis og helsti málsvari Steingríms J. Sigfússonar innan þings og utan, ákvað að bjóða sig fram í Reykjavík að þessu sinni en hann er nú á þingi fyrir NA-kjördæmi. Honum var hafnað á eftirminnilegan hátt í forvalinu og er öruggt að hann nær ekki kjöri á þing vorið 2013. Hann lenti í 7. sæti með 364 atkvæði.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...