Svavar Gestsson er yfirleitt skýrmæltur en það var dálítið erfitt að skilja hvað hann var að fara í fréttum RÚV í gærkvöldi, þar sem þeir sátu fyrir svörum um stjórnmálaástandið hann og Þorsteinn Pálsson. Þeir voru innilega sammála um að ljúka bæri aðildarviðræðum við Evrópusambandið en undir lokin tók Svavar fram, að Samfylkingin væri eini flokkurinn, sem vildi aðild að Evrópusambandinu.
Ef Svavar er þeirrar skoðunar að Ísland eigi ekki að ganga í Evrópusambandið hvers vegna vill hann þá „ljúka“ viðræðunum? Hann veit að þetta eru ekki samningaviðræður um aðild heldur aðlögunarferli, sem snýst um að Ísland lagi sig að lögum og reglum ESB og viðræðurnar snúast einvörðungu um með hvaða hætti það verði gert, á hve löngum tíma o.sv. frv. Jafnvel Össur Skarphéðinsson tók skýrt fram á Alþingi sumarið 2009 að það væri ekkert til sem héti varanlegar undanþágur.
Ef Svavar Gestsson er andvígur því í grundvallaratriðum að Ísland gangi í Evrópusambandið, hvers vegna er honum svona mikið kappsmál að vita hvað Ísland fær langan tíma til að laga sig að þessu laga- og regluverki ESB? Hann veit að í því felst t.d. að öll yfirráð yfir fiskimiðunum í kringum Ísland færast með formlegum hætti til Brussel. Skiptir það máli frá hans sjónarmiði, hvort það gerist árinu fyrr eða síðar?
Getur verið að sá armur VG, sem Svavar Gestsson tilheyrir og er nú undir forystu Steingríms J. hafi ákveðið að fylgja gömlu fordæmi Ólafs Jóhannessonar frá Viðreisnarárunum og ætli bæði að segja já, já og nei, nei við aðild Íslands að ESB?
Getur verið að þessi gamli foringi sósíalista á Íslandi hafi smitast í utanríkisþjónustunni eins og fleiri og sé nú í hjarta sínu hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu?
Eitt er víst:ef þetta eru áform þeirra Steingríms J., Svavars Gestssonar og fylgismanna þeirra stendur VG frammi fyrir meira afhroði í kosningum en þá nokkru sinni hefur órað fyrir.
SG
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...