Hér var vakin athygli laugardaginn 19. janúar á sérkennilegri frétt í ríkisútvarpinu um útifund sem Hörður Torfason boðaði til þann dag á Austurvelli. Fjallað er um þessa fréttamennsku á vegum ríkisins í leiðara Morgunblaðsins mánudaginn 21. janúar. Þar segir meðal annars:
„Ríkisútvarpið átti giftudrjúgt samstarf við Hörð [Torfason] þegar Alþingishúsið var grýtt og fleygt í það sora og hvers lags viðbjóði af versta tagi. Auðvitað var sjálfsagt að senda tæki og mannskap á staðinn. En nú tókst svo illa til að varla nokkur maður mætti til viðbótar stjórnlagaráðsliðinu sjálfu og aðstandendum þess. Ríkisútvarpið sagði þannig frá: “Vel yfir hundrað manns sóttu útifund í höfuðborginni í dag þar sem hvatt var til stjórnarskrárbreytinga. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hyggst vinna að málinu alla helgina. Um 200 manns mættu þrátt fyrir úrhellisrigningu á Austurvöll í dag...„
Það var leitt að fréttin varð ekki miklu lengri því þá hefði fundarmönnum getað fjölgað enn og veðrið versnað að mun. En textavarp Ríkisútvarpsins, sem er að vísu æði sérkennilegt fyrirbæri, bætti úr og sagði fundarmenninna hafa verið um 400. Kannski hefur það verið vegna hins knappa forms að ekki var tekið fram á textavarpinu að sá fjöldi hefði komið þrátt fyrir hvirfilbyl, þrumur og eldingar.
Er ekki rétt að „RÚV“ setji þegar í stað aukinn kraft í auglýsingar um hvað það er frábært og faglegt?“
Síðasta setning leiðarans er umhugsunarefni. Fréttastofa ríkisútvarpsins stundar mestu sjálfsdýrkun allra fréttamiðla þjóðarinnar með auglýsingum í sjónvarpinu. Minnast menn þess að sjá eitthvað sambærilegt í öðrum almanna-sjónvarpsstöðvum? Örugglega ekki – slíkt dómgreindarleysi um eigið ágæti og slík meðferð á opinberum fjármunum yrði hvergi liðið.
Fréttastofa ríkisútvarpsins ætlar að láta verulega að sér kveða í kosningabaráttunni sem er að hefjast. Fréttastofan hefur tekið stjórnarskrármálið í fangið fyrir ríkisstjórnina og málefni hælisleitenda eins og endurteknar fréttir til að draga úr trausti í garð forstjóra útlendingastofnunar sýna. Fleiri viðkvæm pólitísk mál munu fylgja, fréttastofan vill með auglýsingunum bólusetja þá sem enn nota hana en verða að borga brúsann hvað sem er í boði.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...