Sunnudagurinn 28. febrúar 2021

Össur er Icesave-ljúflingur Fréttablaðsins


29. janúar 2013 klukkan 17:58

Fréttablaðið segir þriðjudaginn 29. janúar að sjálfsögðu frá niðurstöðu Icesave-málsins í EFTA-dómstólnum. Ólafur Stephensen ritstjóri studdi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í gegn þykkt og þunnt í Icesave málinu. Hann segir í leiðara um málið:

„Þótt niðurstaðan í gær hafi verið góð, þýðir hún ekki að það hafi verið röng afstaða að vilja semja um Icesave-málið. Samningaleiðin var viðleitni til að hafa stjórn á niðurstöðunni, sem dómstólaleiðin bauð ekki upp á. Enginn gat séð fyrir með vissu hvernig málið færi fyrir EFTA-dómstólnum og ástæða var raunar til að ætla að niðurstaðan yrði Íslandi ekki jafnhagfelld og raun ber nú vitni, enda hefur Eftirlitsstofnun EFTA haft sigur í langflestum samningsbrotamálum sem hún hefur höfðað fyrir dómnum.“

Þessi skoðun hefur að engu sjónarmið sem kynnt hafa verið allan tímann sem Icesave-deilan hefur staðið um að EES-reglur geri ekki ráð fyrir ábyrgð ríkis á innistæðum í bönkum þegar fjármálakerfi hrynur. Það sjónarmið er meðal annars lagt til grundvallar af EFTA-dómstólnum.

Leiðari Fréttablaðsins lýsir skoðun en fréttirnar og þó sérstaklega myndirnar gefa til kynna áherslur eiganda og ritstjórnar blaðsins. Enginn fer í grafgötur um hver er ljúflingur Fréttablaðsins á þessari stundu:

Forsíða: Össur í faðmlögum við Tim Ward lögfræðing Íslands í Icesave málinu, fyrirsögnin „fullnaðarsigur“. Myndin er bæði há og breið. Össur brosandi út að eyrum.

Bls 4: Stór mynd af Össuri í utanríkisráðuneytinu með þumalfingur á lofti, skælbrosandi, fyrirsögnin: Fallist að öllu leyti á málflutning Íslands. Undir myndinni er síðan texti: „ Össur gefur niðurstöðuna í Icesave málinu til kynna með táknrænum hætti“

Bls 6: Mynd af Össuri og Jóhönnu í ráðherrastólum á alþingi, þau takast í hendur að frumkvæði Össurar en Jóhanna sýnist utangátta, fyrirsögnin „Ísland var neytt að samningaborðinu“. Texti undir mynd „Össur og Jóhanna voru að vonum sátt þegar niðurstaða EFTA dómstóls var ljós“ Neðar í sama ramma mynd af vonsviknum Steingrími J. Sigfússyni.

Össur gegnir aðalhlutverki þegar látið er líta út eins og um mikinn sigur ríkisstjórnarinnar hafi verið að ræða.

Ríkisstjórnin þvingaði Icesave-málið þrisvar fram á alþingi. Hún var jafnoft gerð afturreka með málið. Fréttablaðið leitar ekki að sökudólgi enda vill Jóhanna það ekki. Skyldi Jóhanna ánægð með dálætið á Össuri?

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS