Föstudagurinn 22. janúar 2021

„Bölvað klúður“ hjá Hægri grænum - formaðurinn ekki kjörgengur - er stefnuskráin eins?


4. apríl 2013 klukkan 18:31

Nú hefur komið í ljós að Guðmundur Franklín Jónsson, stofnandi og leiðtogi Hægri grænna, flokks fólksins, er ekki kjörgengur. Hann hefur orðið að draga sig í hlé sem efsti maður á lista flokksins í SV-kjördæmi og mun reyna að kæra sig inn á kjörskrá. Menn verða lögum samkvæmt að vera á kjörskrá til að njóta kjörgengis. „Þetta er auðvitað bölvað klúður, ég get bara sjálfum mér um kennt,“ segir Guðmundur Franklín við mbl.is fimmtudaginn 4. apríl.

Guðmundur Franklín Jónsson

Leiðtogi og stuðningsmenn Hægri grænna hafa löngum haldið fram að enginn flokkur komi betur búinn undir kosningar en hann. Teknir hafa verið saman langir textar á vefsíðu flokksins og hann hefur mótað sér afstöðu til alls milli himins og jarðar. Draga má í efa að margir hafi rýnt í þessa texta en kannski er full ástæða til að það sé gert til að átta sig á hvort að gerð þeirra sé jafnilla staðið og að framboði sjálfs flokksleiðtogans sem nú hefur hörfað á meðan kannað verður hvort unnt sé að kæra hann á kjörskrá og gera kjörgengan.

Í kynningu á flokknum segir á vefsíðu hans:

„Hægri grænir, flokkur fólksins var stofnaður af Guðmundi Franklín Jónssyni, Lúðvíki Lúðvíkssyni og Sveinbirni Árnasyni upp úr andstöðu þeirra og nokkurra aðgerðarsinna við Icesave samningana. Fyrir stofnun flokksins 17. júní 2010 hafði formaður flokksins Guðmundur Franklín Jónsson barist hatramlega gegn því að þjóðin borgaði ólögvarðar Icesave kröfur Breta og Hollendinga. Barátta formannsins byrjaði í mars 2009, en hann var fyrsti aðgerðarsinninn sem gerði þetta að pólitísku baráttumáli. Þetta gerði hann með stofnun Facebook hóps til að hvetja forseta Íslands, Hr. Ólaf Ragnar Grímsson til dáða, nýta sér málskotsréttinn og neita að samþykkja Icesavelögin sem samþykktu greiðslur til Breta og Hollendinga. Hópurinn endaði í meira en 19.000 einstaklingum. Það má segja að flokkurinn hafi byrjað að mótast eftir þetta á meðal Facebook vina í samræðum og hugmyndin um nýjan endurreisnarflokk, flokk millistéttarinnar og smáfyrirtækja hafi kviknað. Flokk sem myndi verja einstaklingsfrelsið. Hægri grænir, flokkur fólksins var síðan formlega stofnaður á Þingvöllum þann 17. júní 2010, og flutti formlega 9. júlí 2012 í mjög rúmgott húsnæði í gömlu Heilsuverndarstöðinni að Barónsstíg 47, 101 Reykjavík, gengið er inn Barónsstígsmeginn, inngangurinn nær Sundhöllinni. Þar eru höfuðstöðvar okkar í dag og fundaraðstaða. Skráðir flokksfélagar eru nú rétt rúmlega tvö þúsund, en ekkert flokksgjald er rukkað inn og öll starfsemi er háð frjálsum framlögum. Flokkurinn hefur fengið úthlutað listabókstafnum “G““

Þarna kemur fram að í mars 2009 hafi flokksleiðtoginn hafist handa á fésbókinni við að hvetja Ólaf Ragnar til að skrifa ekki undir Icesave-lögin. Óhætt er að segja að þetta lýsi framsýni í ætt við það sem gerist hjá leiðtogum á borð við þá sem stjórna af yfirnáttúrulegum mætti. Í mars 2009 hafði enginn annar en Guðmundur Franklín vitneskju um að sumarið 2009 eftir þingkosningar næðust samningar undir forystu Svavars Gestssonar í Icesave-málinu. Er einkennilegt að Guðmundur Franklín skyldi ekki í mars 2009 beita kröftum sínum gegn gerð þess óhæfusamnings sem kynntur var til sögunnar 5. júní 2009.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS