Fréttir berast um að ákveðið hafi verið að taka gjald af þeim sem stunda kvikmyndatöku í þjóðgarðinum á Þingvöllum.
Álfheiður Ingadóttir, formaður Þingvallanefndar, segir að áfram megi taka hreyfimyndir til heimabrúks án þess að greiða gjaldið.
Fréttastofa ríkisútvarpsins hefur endursagt frétt úr Fréttablaðinu um þetta mál laugardaginn 6. apríl.
Sama dag eru umræður um þá sérkennilegu uppákomu að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, ritstjóri Fréttatímans, fór með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, í ísbíltúr til Þingvalla.
Ljósmyndari var með í för og einnig íslenski fáninn.
Þau gengu að Lögbergi. Sigríður Dögg dró fána sinn að húni á hinum helga stað. Sigmundur Davíð stillti sér upp með fánann og Lögberg í baksýn.
Til varð forsíðumynd fyrir Fréttatímann af næsta forsætisráðherra Íslands.
Hvers vegna ætli fréttamenn ríkisútvarpsins spyrji ekki Álfheiði hvort selja eigi aðgang að flaggstönginni á Lögbergi og menn megi koma með hvaða fána sem þeir kjósi?
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...