Sunnudagurinn 28. nóvember 2021

Fréttastofa ríkisútvarpsins enn í símtali frá október 2008 - spyr ekki Gylfa Magnússon um ábyrgđ hans


9. apríl 2013 klukkan 18:01

Björn Valur Gíslason, formađur fjárlaganefndar alţingis, varaformađur VG og fráfarandi alţingismađur, hélt vikum saman lifandi umrćđum um símtal milli Geirs H. Haarde forsćtisráđherra og Davíđs Oddssonar seđlabankastjóra á dögum bankahrunsins um úrrćđi sem reynd voru til ađ bjarga Kaupţingi frá falli.

Höfuðstöðvar FIH-banka

Fréttastofa ríkisútvarpsins lagđi Birni Vali liđ í málinu á međan hann tönnlađist á ţví á ţingi. Nú er ţingi lokiđ og Björn Valur á útleiđ, hann kemur hvergi viđ sögu í kosningabaráttu VG enda ekki talinn til ţess fallinn ađ fjölga atkvćđum flokksins.

Fréttastofa ríkisútvarpsins vill hins vega gera sitt til ađ halda lífi í umtali um símtaliđ milli ţeirra Geirs og Davíđs.

Á ruv.is ţriđjudaginn 9. apríl 2013 má lesa:

„Nú er ljóst ađ Seđlabankinn fćr ekkert frekar fyrir FIH bankann og hefur ţví tapađ tugum milljarđa á ţeim viđskiptum. Seđlabankinn ákvađ rétt fyrir hrun ađ lána Kaupţingi 500 milljónir evra međ veđi í bankanum. Kaupţing hrundi og ţví stóđ Seđlabankinn uppi međ veđ í FIH bankanum.

Seđlabankinn seldi FIH í september áriđ 2010 fyrir fimm milljarđa danskra króna. Seđlabankinn fékk ţá 1,9 milljarđa danskra króna stađgreitt eđa um fjörutíu milljarđa íslenskra króna. Afganginn átti ađ greiđa síđar í samrćmi viđ stöđu FIH bankans.

Í Börsen kemur fram ađ nú sé ljóst ađ ekki verđi af frekari greiđslum. Lániđ til Kaupţings hefur veriđ töluvert í umrćđunni vegna símtals Davíđs Oddssonar, ţáverandi seđlabankastjóra, viđ Geir H Haarde, ţáverandi forsćtisráđherra, um lániđ. Fjárlaganefnd hefur reynt ađ fá afrit af ţví símtali en ţađ hefur hingađ til strandađ á ţví ađ ekki fćst leyfi hjá Geir, sem vissi ekki ađ veriđ vćri ađ taka upp samtaliđ.“

Símtal ţeirra Geirs og Davíđs á ekkert erindi inn í ţessa frétt nema vegna ţess ađ fréttastofan vill halda lífi í umtalinu um ţađ. Símtaliđ átti sér stađ í fyrstu viku október 2008 ţegar menn lifđu enn í von um ađ halda mćtti lífi í Kaupţingi.

Hefđi fréttastofa ríkisútvarpsins áhuga á ađ segja frétt sem tengdist ţví sem fram kemur í Börsen hefđi hún átt ađ kanna hvernig stađiđ hafi veriđ ađ ákvörđunum um ađ gćta hagsmuna Seđlabanka Íslands sem eiganda veđs í FIH bankanum. Var selt á réttum tíma? Var verđiđ rétt sem fékkst fyrir hiđ selda? Ţetta eru spurningar sem lifandi fréttamenn hefđu velt fyrir sér – í stađ ţess nefnir fréttastofan enn til sögunnar símtal sem engu skiptir í ţessu samhengi nema ţví ađ reyna ađ koma höggi á Geir H. Haarde og Davíđ Oddsson.

Ţegar fariđ er inn á Wikipediu segir:

„As a result of Kaupthing going into receivership in October 2008, the FIH shares owned by Kaupthing FIH were pledged as collateral with the Icelandic central bank. Being ringfence from Kaupthing by Danish regulation, FIH continued to operate as a Danish stand-alone bank. Since October 2008, the Icelandic owners had been attempting to sell FIH, which materialised on September 19, 2010 when the consortium composed of ATP, PFA, Folksam and CPDyvig announced that it had agreed to purchase FIH. Completion of the acquisition took place on January 6, 2011.“

Ţarna kemur fram ađ eigendaskiptum á FIH hafi lokiđ 6. janúar 2011. Frétt ríkisútvarpsins, fyrsta frétt ađ kvöldi 9. apríl 2013, er í raun engin frétt. Hún er hins vegar flutt til ađ viđhalda umrćđum um símtaliđ og til ađ Gylfi Magnússon sem var viđskipta- og bankamálaráđherra geti fabúlerađ um máliđ í fréttatímanum án ţess ađ hann sé spurđur um pólitíska ábyrgđ sína á sölunni á FIH. Hann hćtti sem bankamálaráđherra 2. september 2010 í sama mund og gengiđ var frá sölunni á FIH. Vissi hann ekkert um máliđ ţá?

Á ruv.is má lesa:

„Gylfi Magnússon, dósent í viđskiptafrćđi og fyrrverandi ráđherra, segir ţađ hafa legiđ í loftinu í eitt eđa tvö ár ađ Seđlabankinn myndi ekki fá meira fyrir danska bankann FIH eins og greint var frá á danska viđskiptavefnum FinansWatch í gćr.

Gylfi segir ađ auđvitađ sé hundfúlt, ţetta virđist hins vegar vera niđurstađan og hún hafi raunar legiđ í loftinu síđustu eitt eđa tvö árin. Gylfi segir jafnframt ađ ţeir fjármunir sem íslenska ríkiđ tapar á neyđarláninu til Kaupţings íviđ meira en ţćr vaxtagreiđslur sem tekist var á um undir lok Icesave-deilunnar.“

Athyglisvert er ađ Gylfi Magnússon talar ţarna um eitt eđa tvö ár, ţađ er aftur til 2011. Hann segir ekki hvađ var taliđ líklegt viđ söluna á FIH í september 2010 ţegar hann var ráđherra. Ţađ hentađi ekki spunatilgangi fréttastofunnar ađ beina athygli ađ ráđherrahlut Gylfa ađ málinu.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleira í pottinum

Ţáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Ţriđjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíđan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komiđ ađ ţáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur veriđ lögđ áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, ţróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umrćđna hér á landi um ţessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Ţá hefu...

Easy-Jet fćkkar ferđum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagiđ Easy-Jet hefur fćkkađ ferđum á flugleiđinni London-Moskva um helming. Ástćđan er minnkandi eftirspurn og ađ sögn Moskvutíđinda eru önnur alţjóđleg flugfélög ađ gera hiđ sama. Farţegum á ţessari flugleiđ hefur fćkkađ um 20% ţađ sem af er ţessu ári samanboriđ viđ sama tíma fyrir ári. Ástćđan er stađa rúblunnar og versnandi alţjóđleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaţvćtti fyrir alţjóđlega glćpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist ađ bankakerfinu í Andorra um ţessar mundir og yfirvofandi hruni ţess.

PIMCO: Evru­svćđiđ á sér ekki framtíđ ađ óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stćrsta skuldabréfa­sjóđs heims, segja ađ evru­svćđiđ eigi sér ekki framtíđ nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í ţví felst ađ sögn Daily Telegraph ađ ađildarríkin afsali sér sjálfstćđi sínu. Talsmađur PIMCO bendir á ađ veikur hagvöxtur á evru­svćđinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS