Það er ekki gott fyrir ímynd nýrrar ríkisstjórnar að forsætisráðherra hennar lendi í deilum við náttúruverndarsamtök á fyrstu dögunum, eins og Sigmundur Davíð hefur gert. Náttúruverndarsinnar eru öflugur hópur í samfélaginu í öllum flokkum. Það þarf ekki mikið til að þeir hefjist handa.
Hins vegar kann hinn nýi forsætisráðherra að hafa meira til síns máls en ætla mætti við fyrstu sýn.
Í útvarpsþætti á laugardagsmorgni sagði Sigmundur Davíð um athugasemdir við þingmál(og hér er vitnað til eyjunnar):
„Ja, mest var þetta nú sama athugasemdin. Við þingmenn fáum stundum 400 eða 500 tölvupósta með sama textanum. Þetta er afleiðing af þróun upplýsingatækninnar.“
Árni Finnsson brást hinn versti við fyrir hönd Náttúruverndarsamtaka Íslands og sagði í yfirlýsingu:
„Staðreyndin er sú, að frjáls félagasamtök alls staðar þar sem lýðræði ríkir hafa haft að markmiði að virkja almenning fyrir sinn málstað“.
Þetta er áhugavert álitamál. Sl. föstudag fjallaði brezkur þingmaður Douglas Carswell um þetta álitamál í athyglisverðri grein í Financial Times. Hann segir:
„Stjórnmálamenn uppgötva fljótt að ekki er hægt að endurtaka á netinu, það sem þeir eru vanir að gera utan netsins. Í stað þess að dreifa þeirri “línu sem á að taka„ og búin hefur verið til á aðalskrifstofum flokksins, þá þarftu að geta sagt hvað þú sjálfur ert að hugsa. Í kosningabaráttu í aukakosningum í Eastleigh fyrir skömmu sendu nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins samhljóða tilbúin tíst, þar sem ráðizt var á andstæðing í tilraun til að vekja athygli á mótsögnum í málflutningi Frjálslyndra. Það hafði engin áhrif. Óáreiðanleiki íhaldsmanna varð málið, sem var rætt.“
Og Carswell bæti við.
„Ef við eigum að endurheimta traust kjósenda - og fjölga flokksmeðlimum-verða ráðamenn í flokkum að átta sig á og viðurkenna, að áreiðanleiki skilaboða er mikilvægari en einsleitni“
Það skiptir ekki máli, hvort texti er saminn á skrifstofu stjórnmálaflokks eða samtaka, sem berjast fyrir ákveðnum málefnum. Ef vinnubrögðin eru efnislega þau sömu, að á skrifstofunni er saminn texti, hann síðan sendur út til félagsmanna með áskorun um að senda hann á viðkomandi aðila, þá er það ekki hið sama og að fjögur hundruð einstaklingar sendi tölvupósta til Alþingis með sínum eigin skoðunum á málinu. Síðarnefnda vinnuaðferðin er margfallt áhrifaríkari.
Um fyrri aðferðina má kannski segja, að hún sé eins konar skipulagt áreiti.
Þetta ættu bæði náttúruverndarsamtök og önnur samtök, sem vinna að þjóðþrifamálum að hugleiða.
Netið kallar á ný vinnubrög eins og brezki þingmaðurinn segir.
SG
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...