Þriðjudagurinn 26. janúar 2021

„Nýtt“ stjórnmálaafl: Almannavilji er að finna sér sameiginlegan farveg


21. júní 2013 klukkan 09:53

Það er að verða til nýtt afl í stjórnmálabaráttunni hér, sem nokkuð augljóst er að ríkisstjórnir nú og í framtíðinni verða að taka tillit til og reikna með. Þetta nýja pólitíska afl er almannavilji.

Auðvitað hefur almannavilji alltaf verið til staðar en hann er nú að finna sér sameiginlegan farveg í undirskriftasöfnunum, sem eru auðveldari nú vegna netvæðingarinnar en t.d. þegar Varið land var á ferð fyrir bráðum fjörtíu árum og 55 þúsund undirskriftir söfnuðust.

Nú stendur yfir undirskriftarsöfnun vegna veiðigjalda. Hún hefur gengið ótrúlega vel. Um þrjátíu þúsund undirskriftir á örfáum dögum.

Forseti Íslands gæti staðið frammi fyrir því að svara spurningu um það, hvort hann vísi því máli í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Miðað við fyrri aðgerðir hans og yfirlýsingar gæti orðið snúið fyrir hann að hafna slíkri beiðni og örugglega ekki án þess að falla af þeim stalli, sem hann er kominn á.

Það má merkja á viðbrögðum ráðherra að þeir gera sér grein fyrir að þeir standa frammi fyrir óvæntri stöðu.

Þegar Harold MacMillan, fyrrum forsætisráðherra Breta var spurður, eftir að hann hafði látið af embætti, hvað væri það erfiðasta sem stjórnmálamaður stæði frammi fyrir svaraði hann með fleygum orðum:

„Events, dear boy, Events“

Frammi fyrir sannleiksgildi þeirra orða kann núverandi ríkisstjórn að standa.

SG

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS