Sunnudagurinn 17. janúar 2021

Ögmundur keppir við Manduro og Ortega vegna Snowdens


6. júlí 2013 klukkan 14:13

Þegar Ögmundur Jónasson var innanríkisráðherra talaði hann á mótmælafundi við bandaríska sendiráðið til að skeyta skapi sínu á Ísraelsmönnum. Hann lenti einnig í útistöðum við ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra af því að hann túlkaði heimsókn starfsmanna FBI hingað til lands en starfsmenn þessara embætta. Hann hefur síðan sagt að FBI hafi verið að snuðra hér undir fölsku flaggi um WikiLeaks.

Ögmundur Jónasson

Óvild Ögmundar í garð Bandaríkjanna er öllum augljós. Hún sannast nú enn þegar hann skipar sér við hlið Nicolas Manduros, forseta Venezúela, og Daniels Oretga, forseta Nikaragva, og vill bjóða Edward Snowden, uppljóstrara frá Bandaríkjunum sem dvelst á Moskvuflugvelli, hæli á Íslandi. Fyrir forsetunum vakir að gera hlut Bandaríkjanna sem verstan því að ekki eru þeir kunnir fyrir ást sína á skoðana- og málfrelsi.

Sex þingmenn fluttu frumvarp til laga á síðustu klukkustundum sumarþingsins um íslenskan ríkisborgararétt fyrir Snowden og látið er eins og bera megi stöðu hans og tengsl við Ísland saman við örlög Bobbys Fischers sem lenti upp á kant við bandarísk yfirvöld fyrir að tefla við Boris Spassky á skákmóti í Serbíu árið 1992 í trássi við viðskiptabann Bandaríkjanna.

WikiLeaks sendir frá sér tilkynningar í nafni Snowdens og meðal annars þakkir til íslensku þingmannanna sex fyrir frumvarp þeirra sem hafði í besta falli eitthvert táknrænt gildi.

Erindisrekstur Julians Assange, stofnana WikiLeaks, og hans manna í þágu Snowdens hefur flækt mál hans og meðal annars skapað spennu innan stjórnkerfis Ekvadors. Assange er sakaður um að hafa blekkt embættismann Ekvadors til að gefa út einhvers konar ferðaheimild í þágu Snowdens sem varð til þess að hann lenti í sjálfheldunni á Moskvuflugvelli og kemst þaðan ekki nema sem laumufarþegi eins og leitin í forsetavél Bolívíu á flugvellinum í Vínarborg sýndi.

Með ráðslagi sínu undir handleiðslu WikiLeaks sýnist Snowden hafa kallað yfir sig vanda umfram það sem áður var. Hann vissi sjálfur að meðferð hans á bandarískum trúnaðarskjölum mundi sæta ámæli bandarískra yfirvalda og fór þess vegna til Hong Kong áður en hann tók að miðla upplýsingum.

Færð hafa verið fyrir því rök að ekki eigi að refsa Snowden um sé að ræða miðlun upplýsinga um opinbera starfsemi sem ekki eigi að fara leynt auk þess hafi verið á vitorði þeirra sem vildu vita að stórfelldar rafrænar njósnir væru stundaðar.

Finna má Snowden ýmislegt til málsbóta. Hann hefur hins vegar lent í slæmum félagsskap og er einkennilegt hve Ögmundi Jónassyni er mikið í mun að slást í þann hóp.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS