Fimmtudagurinn 25. febrúar 2021

Guðmundur Andri ætti að rýna dýpra í starfsemi matsfyrirtækjanna

Hverjir tryggja þeim stöðugar tekjur?-Alþjóðleg fjármála­fyrirtæki


29. júlí 2013 klukkan 08:31

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur segir í grein í Fréttablaðinu í dag:

dpa

„Formaður fjárlaganefndar Vigdís Hauksdóttir sagði yfirvofandi lækkun á lánshæfismati Íslands hjá matsfyrirtækinu Standard og Poor´s vera “íhlutun í íslenzk innanríkismál„. Það er vissulega sjónarmið.

Og vera má að útlendingar hafi upp til hópa ekkert vit á efnahagsmálum. Eða þannig. En þá er á það að líta að matsfyrirtækin hafa ekki fyrst og fremst skyldur við ríkisstjórn Íslands, þegar þau opinbera mat sitt-þau þurfa ekki einu sinni að hafa rétt fyrir sér.“

Þetta er rétt hjá Guðmundi Andra. Matsfyrirtækin „hafa ekki fyrst og fremst skyldur við ríkisstjórn Íslands“.

Ætli þau telji sig hafa skyldur við einhverja?

Það skyldi þó ekki vera að þau telji sig hafa einhverjar skyldur við þá, sem halda uppi starfsemi þeirra?

Hverjir eru það?

Það eru hin alþjóðlegu fjármálafyrirtæki, sem tryggja þeim stöðugar tekjur.

Og það sem mera eru: þau eru í harðri samkeppni um hylli þeirra.

Getur verið að það henti hagsmunum S&P að fjalla um áform ríkisstjórnar Íslands um skuldavanda heimila á þann veg sem gert er?

Og er það skýringin á þeirri augljósu mótsögn sem er í þeirri afstöðu og mati sama matsfyrirtækis á því hvað gerast mundi ef Ísland samþykkti ekki samningana um Icesave og Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, fjallar um í sama blaði og vikið er að á Viðskiptavakt EV í dag?

Kannski er tilefni fyrir Guðmund Andra að rýna svolítið dýpra í starfsemi matsfyrirtækjanna?

Góð byrjun væri að lesa bók Alan S. Blinder, prófessors vð Princeton-háskóla í Bandaríkjunum, sem út kom snemma á þessu ári og nefnist:

After the music stopped. The Financial crises, the Respnse and the Work Ahead.

SG

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS