Það er hefðbundið, að þegar menn eru komnir í ráðherrastóla reynist almennum borgurum misjafnlega auðvelt að nái tali af þeim og eru þó hinir tæknilegu möguleikar til þess orðnir fjölbreytilegir. Sú skýring, sem nýir valdamenn gefa er að sjálfsögðu miklar annir. Þetta er gömul saga og ný.
Einn er þó sá valdamaður í heiminum, sem virðist hafa nógan tíma. Það er hinn nýi Franz páfi, sem að sögn New York Times, hefur sett skrifræðið í Vatikaninu á annan endann með því uppátæki að hringja sjálfur í fólk, sem skrifar honum bréf.
Fyrir skömmu hringdi páfinn í barnshafandi konu á Ítalíu, sem hafði hafnað ósk barnsföður síns um að fara í fóstureyðingu. Páfinn bauðst til að skíra barnið þegar það fæðist á næsta ári.
Í síðasta mánuði hringdi páfi í konu í Argentínu, sem lögreglumaður hafði nauðgað. Páfinn sagði henni að hún væri ekki ein og hún skyldi hafa trú á réttarkerfinu.
Hinn 7. ágúst sl. tók maður að nafni Michele Ferri á Ítalíu upp símann, sem hringdi. Við hann var sagt: Halló Michele. Þetta er Franz páfi. Michele hélt að einhver væri að gera grín að sér en þegar viðmælandi hans vitnaði í bréf, sem hann sjálfur hafði skrifað páfa áttaði hann sig á að þetta var páfinn sjálfur. Í bréfinu fjallaði Michele um sorglega atburði í sinni fjölskyldu. Síðar í ágúst hringdi páfinn í móður þessa manns.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hinn nýi páfi brýtur gamlar hefðir. Hann hefur tekið upp á því að hafna þeim lúxus, sem páfar hafa hingað til búið við.
Sennilega geta aðrir valdamenn eitthvað lært af Franz páfa.
SG
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...