Fimmtudagurinn 25. febrúar 2021

Píratar og virðing alþingis - á þetta tvennt saman?


7. október 2013 klukkan 15:34

Helgi Hrafn Gunnarsson er þingmaður nýja stjórnmálaflokksins Pírata, hann er fæddur í október árið 1980 og verður því 33 ára á næstunni. Hann sagði meðal annars í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á alþingi miðvikudaginn 2. október 2013:

Helgi Hrafn Gunnarsson

„Skilningur fólks á sögulegum hugmyndum og atburðum hefur einnig eflst til muna. Það er allt annað að ræða við einhvern í dag um nasisma en fyrir 20 árum. Ég man að í æsku minni var jafnan sagt að Adolf Hitler hafi verið rit- og ræðusnillingur mikill, en með tilkomu internetsins er hægt að fletta upp ræðum hans og metsölubók hans, “Mein Kampf„, og þá fæst fljótt útkljáð að maðurinn var meðalgreindur í mesta lagi og gjörsamlega vonlaus rithöfundur. Þá skilur maður að velgengni hans var fyrst og fremst afleiðing kúgunar og ofbeldis í skjóli almenns vantrausts til lýðræðis og borgararéttinda. Þar með hef ég lært eitthvað af því að lesa ræður úr bók Adolfs Hitlers, en til þess að öðlast þann skilning þurfti ég aðgang að “Mein Kampf„. Ég þurfti að geta lesið ræður hans og reynt að skilja þær á mínum eigin forsendum án tillits til þess hvort yfirvöld eða samtök gegn hatursáróðri ályktuðu sem svo að það væri mér hollt. Allt þetta krafðist þess að ég væri undir nógu litlu eftirliti og nógu frjáls til þess að samskipti við annað fólk, jafnvel stórhættulegt fólk, um viðurstyggilegt málefni sem einkennist nær alfarið af hatursáróðri samkvæmt íslenskum lögum.

Af þessum orðum má ráða að Helga Hrafni þyki annað að ræða um nasisma núna en þegar hann var 13 ára. Hann sagði ekki þingheimi frá því hver þá hefði lýst Adolf Hitler fyrir honum á þann veg að þar hefði farið „rit- og ræðusnillingur mikill“.

Píratar hafa lýst sem markmiði sínu að efla virðingu alþingis. Þessi ræða sem hér er vitnað til hefur örugglega átt að vera framlag flokksins í því skyni. Hún er hins vegar jafnvel verr til þess fallin að auka virðingu alþingis en ákvörðun Jóns Þórs Ólafssonar, þingmanns pírata, um að hætta að nota orðin hæstvirtur og háttvirtur í ræðustól alþingis.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS