Fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Spegill ríkisútvarpsins fastur í ESB-aðildaráróðri


23. október 2013 klukkan 19:25

Arnar Páll Hauksson fréttamaður fór mikinn í Spegli fréttastofu ríkisútvarpsins miðvikudaginn 23. október þegar hann ræddi við tvo ESB-aðildarsinna, Svönu Helen Björnsdóttur, formann Samtaka iðnaðarins, og Margréti Guðmundsdóttur, forstjóra Icepharma, eftir fund með Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, á vegum VÍB í Hörpu.

Arnar Páll vildi til dæmis fá staðfestingu á því hvort ekki væri öruggt að ríkisstjórnin og atvinnulífið gengju ekki í takt þar sem meirihluti atvinnulífsins styddi ESB-aðildarviðræðurnar sem hefði verið hætt. Jánkuðu þær stöllur því og Margrét lét hnjóðsyrði falla í garð Sjálfstæðisflokksins fyrir stefnu sem mótuð er af meirihluta flokksmanna – flokkurinn hefði áður fyrr staðið með atvinnulífinu!

Auðheyrt var bæði á máli Arnars Páls og viðmælenda hans að þeim þótti fráleitt að ríkisstjórnin fylgdi þeirri stefnu sem stjórnarflokkarnir boðuðu fyrir kosningar: að gera hlé á ESB-viðræðunum og hefja þær ekki að nýju nema samþykkt yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu.

ESB-aðilarsinnar innan og utan ríkisútvarpsins eru sérfræðingar í að berja höfðinu við steininn. Hvenær skyldu þeir átta sig á að ESB-Samfylkingin fékk ekki nema 13% atkvæða í þingkosningunum 27. apríl 2013?

Hitt er síðan annað mál að íhuga notkun fréttamanns ríkisútvarpsins á orðinu „atvinnulíf“. Hvað vakir fyrir honum að nota það orð þegar hann er í raun að vísa til fáeinna fyrirtækja í landinu innan Samtaka iðnaðarins sem berjast vegna eigin hagsmuna fyrir ESB-aðild?

Hvenær skyldi Spegill fréttastofunnar ætla að kanna hvaða hagsmunir ráða hjá þeim sem hæst tala innan „atvinnulífsins“ um ESB-aðild? Þá ættur forráðamenn „atvinnulífsins“ að velta fyrir sér hvort hagur þess batni við að setja sig á háan hest gagnvart meirihluta þjóðarinnar sem vill ekki inn í ESB.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS