Sunnudagurinn 24. janúar 2021

Kynslóðaskipti í Sjálfstæðis­flokki-allra hagur að ýta flugvellinum út af borðinu


26. október 2013 klukkan 08:01

Listi yfir frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar, sem birtur er í sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag bendir ótvírætt til þess að kynslóðaskipti séu að verða í flokknum og að ný kynslóð sé að koma til skjalanna. Á listanum er töluverður hópur af nýju, ungu fólki.

Þótt kynslóðaskipti sé kannski ofnotað orð er það þó til marks um hvort nauðsynleg endurnýjun sé á ferð í flokki eða ekki, hvort nýtt og ungt fólk gefi kost á sér til slíkra trúnaðarstarfa.

Það skortir ekki á slíka endurnýjun í hópi prófkjörsframbjóðenda. Annað mál er og á eftir að koma í ljósi, hvort nýr og afgerandi forystumaður á eftir að koma fram í þessum sama hópi.

Það samkomulag sem gert var í gær á milli borgarstjórnar, ríkisstjórnar og Icelandair um framtíð Reykjavíkurflugvallar á eftir að breyta prófkjörsbaráttunni. Þrátt fyrir yfirborðsleg faguryrði, sem einstakir ráðamenn létu eftir sér hafa í gær snýst þetta samkomulag um að fresta vandanum, sem flestir flokkar hafa staðið frammi fyrir í sambandi við flugvöllinn. Að þessu sinni var það allra hagur að ýta þessu máli til hliðar.

Það þýðir í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins að kjósendur velja ekki á milli frambjóðenda eftir því hver afstaða þeirra til flugvallarins hefur verið og er.

SG

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS