Stax eftir að sumarþing kom saman að loknum kosningum var lögum um ríkisútvarpið breytt og ákveðið að stjórn þess skyldi kjörin af alþingi. Þá rákum vinstrisinnar upp ramakvein og töldu að pólitík hefði hafið innreið sína í stjórn ríkisútvarpsins, var látið eins og stjórn undir formennsku Bjargar Evu Erlendsdóttur, fulltrúa vinstri-grænna hefði verið ópólitísk.
Raunar má segja að stjórn ríkisútvarpsins hafi ekki verið ópólitísk heldur óvirk þegar kom að gagnrýni á ríkisútvarpið. Aldrei brást til dæmis nokkur stjórnarmaður nokkru sinni við ítrekuðum og rökstuddum ábendingum um pólitíska slagsíðu á þætti Egils Helgasonar, Silfri Egils.
Egill hætti með þennan þátt og stjórnendur ríkisútvarpsins réðu sjónvarpsmanninn Gísla Martein Baldursson, fráfarandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, til að stjórna sunnudagsþætti. Hinn fyrsti var sýndur sunnudaginn 27. október. Hann hefur ekki fyrr verið sýndur en aðgerðarsinni í netheimum, Lára Hanna Einarsdóttir, bloggari og varamaður í stjórn ríkisútvarpsins vegur að Gísla Marteini og þætti hans.
Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar á ríkisútvarpinu, svarar mánudaginn 28 október spurningu frá vefsíðunni visir.is um þessa gagnrýni. Skarphéðinn segir Láru Hönnu hafa rétt á sinni skoðun og bætir við:
„En, spurning hvort þetta fari saman við stjórnarsetu hennar; að tjá sig svona opinberlega um einstaka dagskrárliði. En, þar utan vil ég undirstrika að allir hafa rétt á sinni skoðun á því sem boðið er uppá í sjónvarpinu. Ég tala nú ekki um ef það er á málefnalegum nótum.“
Lára Hanna er varamaður í stjórn útvarpsins á vegum Píata. Við hið furðulega kjör í stjórn útvarpsins á alþingi sl. sumar var upphaflega ætlun Pírata að Lára Hanna yrði aðalmaður en fallið var frá því og sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, í samtali við Fréttablaðið að líklega væri Lára Hanna „illa séð af valdamönnum“ og þess vegna hefði hún orðið varamaður en ekki aðalmaður!
Heift Láru Hönnu, sem var (og er) í uppáhaldi hjá Agli Helgasyni, í garð Gísla Marteins einkennist að sjálfsögðu af flokkspólitík. Ber að líta á hana sem slíka, tilgangurinn er einfaldlega að skemma sem mest fyrir Gísla Marteini af pólitískum ástæðum. Þótt segja megi að tímabært sé að lífsmark sjáist með stjórnarmönnum ríkisútvarpsins þegar dagskrármáefni eru til umræðu er ástæða til að hafa fyrirvara á dómi Láru Hönnu um þennan þátt.
Viðbrögð dagskrárstjórans um að varamaður í stjórn ríkisútvarpsins megi ekki segja opinberlega skoðun á efni stofnunarinnar eru dapurleg. Það er greinilega litið þannig á stjórnarmenn ríkisútvarpsins innan veggja þess að þeir séu hluti af hópnum í Efstaleiti en ekki fulltrúar almennings með sjálfstæða, gagnrýna rödd. Verði frumhlaup Láru Hönnu til að virkja stjórnarmenn ríkisútvarpsins í opinberum umræðum um dagskrá þess og efnistök ber að taka því fagnandi þótt efnistökum hennar sé mótmælt sem óvinsamlegum og hlutdrægum.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...