Viðbrögð stjórnarandstöðunnar við tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar voru eins og við mátti búast. Að kvöldi mánudags 11. nóvember sagði á ruv.is:
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það vekja athygli í tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar að ekki sé búið að kostnaðargreina þær.
Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýndu harðlega á Alþingi í dag að fulltrúar þeirra í fjárlaganefnd hafi ekki fengið að sjá tillögurnar áður en þær voru birtar á vef forsætisráðuneytisins, þrátt fyrir ítrekaðar óskir þess efnis. Í tillögunum séu hins vegar bæði nýjar tillögur og eldri.
Katrín segir að fyrstu viðbrögð sín þau að hér séu tillögur, en þær séu ekki kostnaðargreindar. Hugsanlega liggi einhver gögn á bakvið þetta sem stjórnarandstaðan eigi eftir að fá að sjá, en hér séu þankar á blaði um hvað sé hægt að kanna og skoða að gera.
Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, segir óeðlilegt að þingmenn stjórnarandstöðu í fjárlaganefnd hafi ekki fengið kynningu á tillögunum áður en þær voru birtar. Það sé óeðlilegt að stjórnarandstaðan fái að sjá tillögurnar um leið og þingfundur sé að hefjast, á meðan þingmenn stjórnarmeirihlutans séu búnir að fá kynningu á þessum tillögum inni í þingflokkunum. Þannig að það sé mjög mikill aðstöðumunur. Það sé skrýtið að klúðra afhendingu þessarra gagna.
Hverju hefði breytt þótt þingmenn stjórnarandstöðunnar hefðu séð þessar tillögur á undan öllum almenningi? Viðbrögðin einkennast af málefnafátækt, flótta frá því að ræða efni málsins. Af hverju kusu talsmenn stjórnarandstöðunnar ekki að ræða efni málsins? Hafa þeir sjálfir ekkert til málsins að leggja? Eru þeir dæmdir til þess hlutskiptis að jagast í stjórnarflokkunum í stað þess að leggja eittjvað til málanna sjálfir?
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...