Það væri ofmælt að segja, að úrslitin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík komi á óvart vegna þess að það voru engar skýrar vísbendingar um hvernig staðan væri í hópi þeirra fjögurra, sem sóttust eftir fyrsta sæti listans. Hins vegar eru úrslitin óvenjuleg. Þetta er í fyrsta sinn, sem forystumaður í sveitarstjórnarmálum Sjálfstæðisflokks á landsbyggðinni nær slíkum árangri í aðdraganda borgarstjórnarkosninga í Reykjavík, sem Halldór Halldórsson hefur nú náð.
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, telur í samtali við mbl.is, netútgáfu Morgunblaðsins að úrslitin séu ekki dómur yfir borgarfulltrúum flokksins. Það er erfitt að sjá hvernig Kjartan kemst að þeirri niðurstöðu. Úrslitin eru áfall fyrir borgarstjórnarflokkinn í heild og ákveðinn dómur um störf hans á því kjörtímabili, sem er að líða.
Sá dómur kemur hins vegar ekki á óvart. Staðreynd er að lítið hefur heyrzt til borgarstjórnarflokksins á þessu kjörtímabili. Stundum er eins og hann hafi ekki verið til.
Hvað ætli hafi valdið því?
Að öðru leyti er þetta prófkjör áhyggjuefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það var lítill spenningur í kringum það, nánast engar umræður utan flokksins og engar sérstakar umræður eða átök um einstök málefni.
Halldór Halldórsson á ekki að láta sem ekkert sé og að Sjálfstæðisflokkurinn standi ekki frammi fyrir alvarlegum vandamálum nú í aðdraganda kosningabaráttu. Hann á þvert á móti að tala opið um vandamál Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn á á brattann að sækja.
SG
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...