Föstudagurinn 21. febrúar 2020

DV-menn kveinka sér undan málshöfđun af hálfu 365 - birta mynd af Jóni Ásgeiri til áréttingar


21. nóvember 2013 klukkan 18:51

Fjölmiđlafyrirtćkiđ 365 hefur stefnt Reyni Traustasyni, ritstjóra DV, Inga Frey Vilhjálmssyni, ritstjórnarfulltrúa DV, og útgáfufélagi DV vegna frásagna af rekstrarerfiđleikum og verđmćtum eigna 365. Frá ţessu er sagt á dv.is fimmtudaginn 21. nóvember.

Reynir Traustason

Ađ ţví er varđar Inga Frey er krafist ómerkingar á ummćlum sem snúast um áhuga eigenda 365 á ađ selja fyrirtćkiđ, um erfiđleika ţess í endurfjármögnun hjá fjármálafyrirtćkjum, lausafjárerfiđleika félagsins, söluţrýsting frá Landsbankanum og ađ raunverulegt verđmćti 365 mundi ekki nćgja fyrir skuldum ţess. „Umfjöllunin byggđi međal annars á ársreikningi félagsins,“ segir á dv.is.

Ţá fer 365 fram á greiđslu miskabóta sem nemi fjórum milljónum króna og ađ stefndi verđi dćmdur til refsingar.

Á dv.is undra menn sig á ađ 365 stefni ekki öđrum fjölmiđlum fyrir umfjöllun ţeirra um ársreikning 365. Benda ţeir á ađ í öđrum blöđum hafi veriđ sagt frá reikningum og stöđu 365. Morgunblađiđ hafi til dćmis sagt frá ársreikningnum á mbl.is undir fyrirsögninni „Gera athugasemd viđ rekstrarhćfi 365.“ Ţar hafi međal annars stađiđ:

„Endurskođendur ársreikningsins benda á ađ gangi áćtlanir stjórnenda ekki eftir gćti ríkt vafi á rekstrarhćfi félagsins. Ţá segja ţeir ađ upplausnarvirđi eigna samstćđunnar geti veriđ verulega lćgra en bókfćrt virđi ţeirra yrđi starfsemin lögđ af. Ţetta ţýđir međ öđrum orđum ađ miđađ viđ eignir félagsins í dag eru líkur á ţví ađ ţćr dugi ekki upp í skuldir og ađrar kröfur komi til upplausnar félagsins.“

Ţá er á dv.is vitnađ í Viđskiptablađiđ sem hafi sagt frá ársreikningnum undir fyrirsögninni „Viđskiptavild 365 miđla 60% af eignum félagsins“ og í frétt blađsins hafi stađiđ:

„Óefnislegar eignir 365 miđla námu 5.914 milljónum króna í fyrra og er ţađ 60% af eignum fyrirtćkisins. Langstćrstur hluti óefnislegra eigna samkvćmt nýbirtu ársuppgjöri felst í viđskiptavild upp á 5.659 milljónir króna. Ţetta er jafnframt 57,6% af eignum 365 miđla. […]Í uppgjöri 365 miđla er fyrirvari frá endurskođanda. Í honum er bent á ađ veltuhlutfall 365 miđla í lok árs hafi veriđ 0,61. Ef áćtlanir félagsins um fjárstreymi nćstu ára standist ekki muni ríkja óvissa um rekstrarhćfi ţess. Framsetning eigna og skulda í rekstrarreikningi sé byggđ á áframhaldandi rekstrarhćfi.“

Augljóst er ađ á ritstjórn DV undrast menn ađ af hálfu 365 sé efnt til sérstaks uppgjörs viđ Reyni Traustason ritstjóra og Inga Frey Vilhjálmsson ritstjórnarfulltrúa vegna útlistunar ţeirra á reikningum 365. Međ fréttinni á dv.is er birt mynd af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrverandi forstjóra Baugs, og undir myndinni er ţessi texti:

„Vilja bćtur fyrir umfjöllun Fjölmiđlafyrirtćkiđ 365 hefur höfđađ mál gegn tveimur starfsmönnum DV vegna umfjöllunar um fjárhagsmálefni félagsins. Jón Ásgeir er starfsmađur 365, fyrri eigandi og eiginmađur eiganda félagsins.“

Reynir Traustason var blađamađur á Fréttablađinu á sínum tíma og hélt uppi vörnum fyrir Baugsmenn í Baugsmálinu. Hann gerđi ţađ til dćmis međ fréttum í byrjun mars 2003 sem áttu ađ sanna ţá tilgátu Baugsmanna ađ rannsókn lögreglu á málefnum Baugs ćtti pólitískar rćtur og stöfuđu af óvild Davíđs Oddssonar í garđ fyrirtćkisins.

Á ţessum tíma fór eignarhald Baugsmanna á Fréttablađinu leynt en Reynir birti slitur úr fundargerđ stjórnar Baugs til ađ vega ađ Davíđ Oddssyni. Jón Ásgeir Jóhannesson sagđi ţá ađ sér ţćtti ekki „skemmtilegt“ ađ birt vćri úr fundargerđum stjórnar Baugs, hann vissi ekkert hver hefđi látiđ Reyni hafa gögnin.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk viđ kröfuhafa á svig viđ neyđarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Ţorsteinsson afhenti í Alţingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áđur hafđi Víglundur skrifađ Einari K. Guđfinnssyni forseta Alţingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alţingis, Hr. formađur Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesiđ
Fleira í pottinum

Ţáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Ţriđjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíđan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komiđ ađ ţáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur veriđ lögđ áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, ţróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umrćđna hér á landi um ţessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Ţá hefu...

Easy-Jet fćkkar ferđum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagiđ Easy-Jet hefur fćkkađ ferđum á flugleiđinni London-Moskva um helming. Ástćđan er minnkandi eftirspurn og ađ sögn Moskvutíđinda eru önnur alţjóđleg flugfélög ađ gera hiđ sama. Farţegum á ţessari flugleiđ hefur fćkkađ um 20% ţađ sem af er ţessu ári samanboriđ viđ sama tíma fyrir ári. Ástćđan er stađa rúblunnar og versnandi alţjóđleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaţvćtti fyrir alţjóđlega glćpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist ađ bankakerfinu í Andorra um ţessar mundir og yfirvofandi hruni ţess.

PIMCO: Evru­svćđiđ á sér ekki framtíđ ađ óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stćrsta skuldabréfa­sjóđs heims, segja ađ evru­svćđiđ eigi sér ekki framtíđ nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í ţví felst ađ sögn Daily Telegraph ađ ađildarríkin afsali sér sjálfstćđi sínu. Talsmađur PIMCO bendir á ađ veikur hagvöxtur á evru­svćđinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS