Miđvikudagurinn 7. desember 2022

Hinn nýi Ólafur Ragnar: Talsmađur sátta í sam­félaginu


1. janúar 2014 klukkan 14:12

Ţeir sem muna vígamanninn Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands fyrir 10 árum ţegar hann kaus 1. febrúar 2004 ađ vera á skíđum í Bandaríkjunum á 100 ára afmćli heimastjórnar á Íslandi fögnuđu ađ heyra hann koma fram sem talsmann sátta í nýársávarpi sínu 1. janúar 2014.

Ólafur Ragnar Grímsson

Hann vék međal annars ađ gildi sáttar viđ breytingar á stjórnarskránni og minnti ţar milli lína á óheillaskrefin sem stigin voru undir forystu Jóhönnu Sigurđardóttur forsćtisráđherra međ ţví ađ efna til stórdeilna um stjórnarskrármáliđ međal annars viđ Ólaf Ragnar.

Hefđi Ólafur Ragnar rćtt um sátt í ţjóđfélaginu í stjórnartíđ Jóhönnu hefđi hann veriđ sakađur um ađ fara međ öfugmćlavísu. Nú telur forseti sér hins vegar fćrt ađ koma fram sem fulltrúi sátta. Hann sagđi međal annars:

„Í glímunni viđ afleiđingar bankahrunsins varđ ágreiningurinn iđulega svo margţćttur, illskeyttur og langvarandi, ađ lćrdómar sögunnar um samstöđuna hurfu ađ mestu í skuggann.

Nú er hins vegar nauđsynlegt, já reyndar brýnt, ađ hefja ţá til vegs á ný, gera ađ leiđarljósi viđ lausn sem flestra mála, leita sátta og samstöđu í stađ ţess ađ kasta ć fleiri sprekum á ófriđarbáliđ.

Fjölmiđlun samtímans er ţví miđur ţess eđlis ađ ágreiningur er talinn meiri frétt en sáttargjörđin, niđurstađa sem fékkst međ friđi. Ţađ er verklag sjónvarpsins og fleiri miđla, bćđi hér og í öđrum löndum. Eric Schmidt, stjórnandi Google, hefur í nýrri bók um áhrif netsins og samfélagsmiđla lýst á skarpan hátt hvernig ţessi nýja tćkni opnar flóđgáttir neikvćđni, illmćlgi og jafnvel haturs – löngunin til ađ höggva helsti hvatinn í síbylju bloggsins. Margir gerast ţannig í netheimum vígamenn, líkjast Ţorgeiri Hávarssyni sem spurđur var hví hann hjó saklausan sauđamann. Svariđ: „Eigi hafđi hann nokkurar sakar til móts viđ mig en hitt var satt ađ eg mátti eigi viđ bindast er hann stóđ svo vel til höggsins.“

Ţađ sem forseti sagđi um fjölmiđlun samtímans og leit fjölmiđlamanna ađ ágreiningi birtist nokkrum mínútum fyrir ávarp hans í hádegisfréttatíma ríkisútvarpsins eins og sagt er frá á öđrum stađ hér á Evrópuvaktinni – fréttastofan sneri út úr orđum forsćtisráđherra til skapa ágreining milli hans og forseta Alţýđusambands Íslands um nýgerđa kjarasamninga.

Ţađ verđur forvitnilegt ađ fylgjast međ ţví hvađa punkt fréttastofan velur til ađ skapa ósćtti um sáttarćđu forseta Íslands.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleira í pottinum

Ţáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Ţriđjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíđan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komiđ ađ ţáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur veriđ lögđ áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, ţróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umrćđna hér á landi um ţessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Ţá hefu...

Easy-Jet fćkkar ferđum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagiđ Easy-Jet hefur fćkkađ ferđum á flugleiđinni London-Moskva um helming. Ástćđan er minnkandi eftirspurn og ađ sögn Moskvutíđinda eru önnur alţjóđleg flugfélög ađ gera hiđ sama. Farţegum á ţessari flugleiđ hefur fćkkađ um 20% ţađ sem af er ţessu ári samanboriđ viđ sama tíma fyrir ári. Ástćđan er stađa rúblunnar og versnandi alţjóđleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaţvćtti fyrir alţjóđlega glćpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist ađ bankakerfinu í Andorra um ţessar mundir og yfirvofandi hruni ţess.

PIMCO: Evru­svćđiđ á sér ekki framtíđ ađ óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stćrsta skuldabréfa­sjóđs heims, segja ađ evru­svćđiđ eigi sér ekki framtíđ nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í ţví felst ađ sögn Daily Telegraph ađ ađildarríkin afsali sér sjálfstćđi sínu. Talsmađur PIMCO bendir á ađ veikur hagvöxtur á evru­svćđinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS