Við úrvinnslu tölfræði hjá Fréttablaðinu og framsetningu hallar gjarnan á Sjálfstæðisflokkinn og þá sem eru hlynntir því að Íslendingar standi utan ESB. Á forsíðu blaðsins fimmtudaginn 1. maí er t.d. mynd sem sýnir fylgi flokkanna skv. könnun sem var efnt til í vikunni. Þar er fulltrúafjöldinn eftifarandi:
Sjálfstæðisflokkur – 4 fulltrúar
Samfylking – 4 fulltrúar
BF – 4 fulltrúar
Píratar 1 fulltrúi
VG – 1 fulltrúti.
Þetta stemmir ekki. Þarna vantar inn einn fulltrúa. Borgarfulltrúar eru 15 en ekki 14.
Á bls. 12 í sama Fréttablaði er nánari skýring. Þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar með 5 fulltrúa og er þar með stærsti flokkurinn í borginni bæði þegar litið er til stuðnings kjósenda og fjölda borgarfulltrúa. Þetta er frétt út af fyrir sig með vísan til gengis flokksins undanfarna mánuði.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tölur breytast frá forsíðu Fréttablaðsins til nánari útskýringa á innsíðum þess. Hefur má sjá þetta við túlkun á könnunum á viðhorfi fólks til ESB.
Hvað veldur þessu mismunandi mati ritstjórnar Fréttablaðsins eftir því hvar frétt birtist í blaðinu er óútskýrt. Ef til vill lítur ritstjórnin þannig á að menn nenni ekki að fletta blaðinu og láti sér nægja yfirborðskennda en villandi frásögn á forsíðu þess. Tilgangurinn er hins vegar að gera sem minnst úr hlut Sjálfstæðisflokksins því að það er talið gagnast ESB-málstað blaðsins. Hann er ávallt í fyrirrúmi.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...