Fimmtudagurinn 22. apríl 2021

Sjálfstæðis­flokkurinn: Hvort á að ráða för - hræðsla eða staðfesta?


24. maí 2014 klukkan 08:44

Fátt er nú meira rætt meðal sjálfstæðismanna en hörmuleg staða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Eins og gengur hefur hver og einn sína skýringu á því en eitt af því sem sumum hentar að tefla fram er að ágreiningur innan flokksins um aðild að Evrópusambandinu sé megin skýringin á hinni erfiðu stöðu.

Sá málflutningur minnir á annan tíma, þegar ríkisstjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn átti aðild að stóð í ströngu, bæði út á við og inn á við.

Veturinn 1976 logaði landið vegna framferðis brezkra herskipa á fiskimiðunum við landið og krafan um úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu og brottför varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli var mjög hávær. Ísland hafði orðið fyrir hernaðarlegri íhlutun af hálfu annars aðildarríkis NATÓ og spurt var hvers vegna bandalagið kæmi aðildarríki ekki til aðstoðar, þegar á það var ráðist.

Morgunblaðið hélt því fram af mikilli hörku, að um tvö óskyld mál væri að ræða og úrsögn úr NATÓ og brottför varnarliðsins kæmi ekki til greina.

Sumir áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum héldu því fram að sá málflutningur væri að eyðileggja flokkinn.

Nokkrum vikum seinna gáfust Bretar upp og full yfirráð Íslendinga yfir fiskimiðunum við landið voru tryggð ekki sízt vegna afskipta bæði Bandaríkjastjórnar og Atlantshafsbandalagsins af málinu á bak við tjöldin.

Þá reyndist það Sjálfstæðisflokknum vel að standa fast við grundvallarsjónarmið sín, þótt á móti blési um stund.

Sú söguskýring að ágreiningur um aðild að Evrópusambandinu valdi vandræðum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og bezt fari á því að leggja málið ofan í skúffu og sjá hvort það gleymist ekki, er af sama toga spunnin. Hún einkennist af hræðslu við að takast á við grundvallarmál af því að það kostar sviptingar og átök.

Það er slík hræðsla sem veldur stöðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að hluta til en ekki sjónarmið þeirra sem vilja að Sjálfstæðisflokkurinn sýni staðfestu og standi við gefin fyrirheit og samþykktir landsfundar sem er æðsta vald í málefnum flokksins.

SG

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS