Jón Sigurðsson, fyrrv. formaður Framsóknarflokksins, sagði fyrir fáeinum dögum að það hefði verið úthugsað útspil framsóknarmanna að hefja umræður um mosku í kosningabaráttunni.
Sveinbjörg Birna Björnsdóttir, efst á lista Framsóknarflokksins, sagði í sjónvarpsþættinum Eyjunni sunnudaginn 8. júní það af og frá að um hefði verið að ræða úthugsað útspil fyrir kosningar. Þegar Björn Ingi Hrafnsson spurði hvort hún sæji eftir því að hafa komið fram með málið með þeim hætti hún gerði svaraði hún:
„Ég segi það enn og aftur að þetta er viðkvæm umræða og ég áttaði mig kannski ekki á hversu viðkvæm hún var. Það var ekki markmið mitt að gera þetta svona.“
Björn Ingi spurði hvort það hefði verið rétti tíminn að opna á þessa umræðu nokkrum dögum fyrir kosningar. Sveinbjörg svaraði:
„Nei, það er ekki rétt. Eftir á að hyggja Björn Ingi, og fyrir alla, þá harma ég það að þetta hafi verið látið líta út fyrir að vera kosningamál Framsóknarflokksins eða framboðsins í Reykjavík. Það stóð ekki til að það yrði það, það átti ekki að vera það og það er margt sem hefði mátt betur fara.“
Þessi lýsing Sveinbjargar Birnu er trúverðug. Hið einkennilega í þessu máli er að hið eina sem menn vilja að heyrist frá Sveinbjörgu Birnu er eitthvað sem henni er þvert um geð. Segir þetta ekki meira um álitsgjafanna og fjöl- og samfélagsmiðla en Sveinbjörgu Birnu?
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...