Fimmtudagurinn 25. febrúar 2021

Nýr meirihluti í Reykjavík sammála um bitling fyrir Pírata - vill úttekt á misheppnaðri Betri Reykjavík


12. júní 2014 klukkan 18:07

Nýr meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, VG og Pírata (9 borgarfulltrúar af 15) í borgarstjórn Reykjavíkur kynnti samstarfssáttmála sinn í Elliðaárdal 11. júní 2014. Þar er hvorki að finna heitstrengingar varðandi Vatnsmýrina né Sundabraut svo að stórmál í borgarstjórn á þessari öld séu nefnd. Í sáttmálanum segir meðal annars:

„Við sem myndum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur komum úr ólíkum áttum en stefnum nú að sama markmiði. Með hreinskilni og heiðarleika að leiðarljósi ætlum við að læra hvert af öðru og mynda heild sem er auðugri en summa okkar samanlögð.[…]

Við hlustum á alls konar raddir og sköpum þeim vettvang. Með opnari stjórnsýslu verður samræðan upplýstari, ákvarðanatakan skilvirkari og sáttin meiri. […]

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð verði fastanefnd í stjórnkerfi borgarinnar. Ráðið hafi það hlutverk að finna og þróa leiðir til að opna stjórnkerfi og bókhald borgarinnar, bæta skilvirkni og viðmót þjónustunnar og auka þátttöku íbúa í ákvarðanatöku.

Stofnað verði embætti erindreka gagnsæis og samráðs sem vinnur með stjórnkerfis- og lýðræðisráði að verkefnum þess.

Unnar verði tillögur um eflingu nærþjónustu og hlutverk hverfaráða.

Gerð verði úttekt á kostum og göllum Betri Reykjavíkur og Betri hverfa og gerðar tillögur um næstu skref í rafrænu þátttökulýðræði.

Unnin verði samþykkt um verkaskiptingu kjörinna fulltrúa og embættismanna.

Hlutverk hvers og eins í þátttökulýðræði verði einnig skilgreint.

Unnin verði samþykkt um framkvæmd íbúakosninga.

Áhersla verði lögð á að nýta opinn og frjálsan hugbúnað, þar sem því verður við komið, á öllum stigum stjórnsýslu og þjónustu.“

Færa má að því rök að meginefni þess sem birt er hér að ofan sé sett inn í samstarfssáttmálann til að koma til móts við Pírata enda verður Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata, formaður nýja stjórnkerfis og lýðræðisráðsins. Þá fá Píratar einnig silkihúfu í ráðhúsinu með nýju embætti – erindreka gagnsæis og samráðs. Er augljóst að Píratar hafa lagt áherslu á að hreiðra sem best um sig innan stjórnkerfis borgarinnar. Erindrekinn er eini bitlingurinn sem nefndur er í sáttmálanum.

Þegar litið er til verkefnisins Betri Reykjavík og lagt mat á framkvæmd þess á árunum 2013 og 2014 sést að það er gjörónýtt tæki til að virkja borgarbúa til þátttöku við töku ákvarðana um hverfi sín.

Dagana 11. mars til 19. mars höfðu 96.854 íbúar í Reykjavík þess kost að láta ljós álit sitt um forgangsverkefni í eigin borgarhverfum. Aðeins 5.005 nýttu sér þennan rétt eða 5,3%, þátttakan var þó 6,3% á árinu 2013.

Í stað þess að viðurkennt sé í samstarfssáttmálanum að verkefnið Betri Reykvíkjavík sé gjörsamlega misheppnað á að verja fé útsvarsgreiðenda til að gera „úttekt á kostum og göllum“.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS