Framsóknarflokkurinn fékk tvo borgarfulltrúa kjörna í Reykjavík. Atkvæði tóku að streyma til flokksins eftir að orð Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur um lóð undir nýja mosku voru skýrð á þann veg að hún væri á móti múslímum. Jón Sigurðsson, fyrrv. formaður Framsóknarflokksins, segir að um úthugsað útspil hafi verið að ræða í kosningabaráttunni. Sveinbjörg Birna hafnar því.
Í morgunþætti á rás 2 miðvikudaginn 18. júní sagði Sveinbjörg Birna að þeir sem kusu Framsóknarflokkinn í borgarstjórnarkosningum af andstöðu við múslíma á Íslandi hefðu veðjað á rangan hest. Ummæli sín í kosningabaráttunni „hafi verið óábyrg og sögð í hálfkæringi. Hún hafi ekki verið að sækjast eftir atkvæðu hatrammra andstæðinga Íslam, og þeir sem kunni að hafa kosið flokkinn á þeim forsendum hafi veðjað á rangan hest,“ segir á ruv.is
Ummælin hefðu ekki verið liður í atkvæðakaupum, og málefnið hefði hvorki verið kosningamál Framsóknarflokksins í Reykjavík né á landsvísu, og viðhorfin sem lesin hefðu verið út úr ummælunum væru ekki í samræmi við stefnuskrá flokksins. Málið hefði snúist um skipulagsmál frá sínum bæjar dyrum séð, hún hefði hlaupið á sig og sjái eftir því. Hún hefði þegar sýnt iðrun. Henni virtist þó sem einhverjir ætluðust til þess að hún „leggist niður og sleiki skóna á því.“
Sveinbjörg hafnaði alfarið ummælum meirihlutans í Reykjavík um að Framsókn væri ekki stjórntæk, stjórnsýslureglur kvæðu á um annað. Framsókn ætti aðalmenn og varamenn í níu stærstu ráðum Reykjavíkur, 7 manna ráðunum, ráð sem tækju í heildina vel yfir 70% af tekjum borgarinnar.
Á visir.is segir að á rás 2 miðvikudaginn 18. júní hafi Sveinbjörg Birna sagt Halldór Halldórsson og sjálfstæðismenn hafa þegið bitlinga frá meirihlutanum í borgarstjórn. Framsóknarmenn skulduðu meirihlutanum ekki neitt.
Reiði oddvita framsóknarmanna í borgarstjórn beinist að því að sjálfstæðimenn hafi fengið fulltrúa í fimm manna stjórnir, Faxaflóahafna og Orkuveitu Reykjavíkur. Telur hún þetta jafngilda „hrossakaupum“ og að „þiggja bitlinga frá meirihlutanum“.
Júlíus Vífill Ingvarsson var kjörinn í stjórn Faxaflóahafna á fundi borgarstjórnar 16. júní en stjórn Orkuveitu Reykjavíkur er kjörin á aðalfundi fyrirtækisins.
Fram hefur komið að Sveinbjörg Birna hafnaði samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn við val á mönnum í nefndir og ráð borgarinnar. Hún telur að seta sjálfstæðismanns í stjórn Faxaflóahafna sanni að aðeins Framsóknaflokkurinn verði heill í stjórnarandstöðu. Um sjálfstæðismenn segir hún:
„Ef þeir verða ekki þægir og ganga í takt, þá verður þeim annað hvort hent eftir ár eða þeim klappað.“
Úr því að allir misskildu Sveinbjörgu Birnu þegar hún talaði um moskuna er spurning hvernig á að skilja reiði hennar í garð sjálfstæðismanna. Setur hún þá skör lægra en aðra óvildarmenn?
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...