Miðvikudagurinn 29. júní 2022

Evrópu­stofa starfar enn - undir hvaða þrýstingi er utanríkis­ráðherra?


24. júní 2014 klukkan 15:06

Athygli er vakin á því í leiðara Morgunblaðsins þriðjudaginn 24. júní að Evrópustofa, útibú stækkunardeildar ESB, sem rekin er af þýska almannatengslafyrirtækinu Media Consulta og útibúi þess á Íslandi, Athygli, starfar enn og ætlar að gera eitt ár í viðbót þótt Össur Skarphéðinsson hafi bundið enda á viðræðuferlið við ESB í janúar 2013.

athygli.is
Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra og Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, þegar Evrópustofa var opnum.

Á sínum tíma fór tvennum sögum af því hvort stækkunardeildin hefði opnað stofuna að beiðni Össurar og utanríkisráðuneytisins eða þetta hefði verið til marks um að deildin teldi sér unnt að fara sínu fram í þessu efni.

Einkennilegt er að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hafi ekki tekið af skarið um lokun þessa útibús stækkunardeildarinnar í júní 2013 þegar hann áréttaði slit viðræðna og kvað fastar að orði þeirra en Össur gerði í janúar 2013.

Morgunblaðið segir í leiðara sínum:

„Þó að fyrri ríkisstjórn hafi gert hlé á aðlögunarviðræðunum við Evrópusambandið og núverandi ríkisstjórn hafi framlengt þetta hlé og hafi ekki í hyggju að vinna að áframhaldandi aðlögun, heldur áróðurinn fyrir aðild áfram. Eitt skýrasta dæmið um þetta er sú furðulega ákvörðun að framlengja starfsemi Evrópustofu um eitt ár, en starfseminni átti að ljúka í lok næsta mánaðar.

Evrópustofa hóf starfsemi hér á landi í tengslum við aðildarumsókn Íslands að ESB og er starfrækt í þeim tilgangi að bæta ímynd ESB í hugum Íslendinga og reyna að sannfæra Íslendinga um ágæti ESB og um ágæti aðildar Íslands að ESB. Þetta er með öðrum orðum áróðursskrifstofa.

Áróðurinn er margvíslegur. Fyrr í þessum mánuði stóð Evrópustofa til að mynda fyrir kvikmyndasýningum um allt land þar sem enginn aðgangseyrir var rukkaður en merkjum ESB haldið á lofti. Evrópustofa styrkir líka ýmiskonar starfsemi þeirra háskólamanna sem leggja baráttunni fyrir aðild Íslands að ESB lið og Evrópustofa stendur fyrir hátíðahöldum – vitaskuld einnig með ókeypis aðgangi – á þeim degi sem kalla má þjóðhátíðardag Evrópusambandsins.

Áframhaldandi starfsemi þessarar áróðursskrifstofu er hluti þess vanda að Ísland skuli enn vera umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu. Á meðan sú staða er uppi verður áróðrinum haldið gangandi, jafnt af Evrópustofu sem öðrum áhugasömum um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Eina leiðin til að losna við þennan áróður er að Ísland losni úr þeirri stöðu.“

Báðir stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, ályktuðu gegn starfsemi Evrópustofu fyrir kosningar til alþingis vorið 2013. Ráðherrum flokkanna er ekkert að vanbúnaði að framfylgja stefnu þeirra í þessu efni. Utanríkisráðherra á að taka af skarið í málinu. Hann þarf ekki annað en rita eitt bréf og þá hættir þessi tímaskakka áróðursstarfsemi í landinu. Undir hvaða þrýstingi er ráðherrann?

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS