Þeir sem bera í bætifláka fyrir Má Guðmundsson seðlabankastjóra fara nú mikinn í því skyni að hafa áhrif á nefndina sem metur hæfi og hæfni þeirra sem sóttu um stöðu seðlabankastjóra eftir að hún var auglýst.
Eftir að auglýsingin birtist voru vangaveltur um hvort Már mundi sækja um embættið að nýju. Þótti ýmsum sem í því fælist vantraust á Má að hann sæti ekki áfram án auglýsingar. Hefur það verið hin almenna regla varðandi þá forstöðumenn ríkisstofnana sem ráðnir eru til fimm ára í senn. Már valdi sjónvarpsspjall við Björn Inga Hrafnsson á Eyjunni til að lýsa ákvörðun sinni um að sækjast áfram eftir starfinu.
Hið sameiginlega í málflutningi þeirra Stefáns Ólafssonar prófessors, Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar og Egils Helgasonar, álitsgjafa og þáttagerðarmanns ríkisútvarpsins, er óvild þeirra í garð Ragnars Árnsasonar prófessors. Hún stafar af því að hann er ekki sömu skoðanir og þeir um hagfræðileg efni auk þess sjá þeir sjálfan Davíð Oddsson í honum! Ómálefnalegri verða menn ekki við mat á umsækjendum um starf.
Guðmundur Andri gengur lengst í að sverta Ragnar og líkir honum við öfgamann, hvorki meira né minna. Þá eiga þeir félagarnir þrír sameiginlegt að gera sem minnst úr augljósum dómgreindarbresti Más Guðmundssonar, ósannindum og yfirhylmingum vegna launamála hans.
Dregin er dökk mynd af skoðunum Ragnars Árnasonar, hann hafi meðal annars varið íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið. Að telja það álitshnekki fyrir hagfræðing en minnast ekki á stuðning Más Guðmundssonar við Icesave-samningana segir allt um gildi „faglega matsins“.
Egill Helgason sýnist halla sér að Friðriki Má Baldurssyni prófessor. Egill segir á Eyjunni:
„[M]enntun hans í hagfræði er nær því að henta Seðlabankastjóra en til að mynda sérsvið Ragnars. Friðrik hafði hins vegar afar rangt fyrir sér á árunum fyrir hrun, eins og sást á skýrslu sem hann skrifaði ásamt Richard Portes.“
Hvað sem öðru líður hefur Egill Helgason að sjálfsögðu vit á því hvaða sérsvið hagfræðinnar hentar við stjórn seðlabanka. Hann finnur hins vegar Friðriki Má til foráttu að hafa haft rangt fyrir sér á árunum fyrir hrun en minnist ekki einu orði á hve Má (og raunar Friðriki Má líka) voru mislagðar hendur í Icesave-málinu.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...