Fimmtudagurinn 25. febrúar 2021

Fréttastofa ríkisútvarpsins fer á stjá vegna umsagnar­nefndar


8. júlí 2014 klukkan 13:21

Fréttastofa ríkisútvarpsins hefur tekiđ til viđ ađ flytja fréttir af tveimur áróđursmálum sem flaggađ hefur veriđ af álitsgjöfum vinstri elítunnar:

Í fyrsta lagi er nú leitast viđ ađ sanna ađ ţađ sé ađför ađ faglegu sjálfstćđi Seđlabanka Íslanda ađ lögreglustjórinn á höfuđborgarsvćđinu sé formađur umsagnarnefndar um ţá sem sótt hafa um embćtti seđlabankastjóra.

Í öđru lagi er leitast viđ ađ ýta undir ţá skođun ađ háskólamenn sem hafa tekiđ ađ sér ađ kanna atburđi erlendis sem höfđu áhrif á bankahruniđ séu vanhćfir til ađ gera frćđilega úttekt vegna starfa sinna fyrir hrun.

Seðlabanki Íslands

Ţessi áhugi er í hróplegri andstöđu viđ áhugaleysi fréttastofunnar á öđrum málum sem eru af svipuđum toga. Má ţar til dćmis nefna ţá stađreynd ađ ríkisendurskođandi taldi sig ekki vanhćfan til ađ rannsaka mál sem varđa innri fjármál Seđlabanka Íslands ţótt systir hans sé innri endurskođandi bankans.

Hinn 2. júlí var fjallađ um formennsku lögreglustjórans í umsagnarnefndinni hér á ţessum stađ og sagt:

„Undanfarin haftaár hefur starfssviđ Seđlabanka Íslands breyst međ úthlutunarvaldi í skjóli gjaldeyrishafta. Á ábyrgđ seđlabankastjóra hafa veriđ teknar ákvarđanir sem sumir telja brjóta í bága viđ lög. Ţá hefur bankinn stađiđ ađ kćrumálum sem ekki hafa stađist rannsókn á vegum sérstaks saksóknara. Seđlabankastjóri taldi brotin lög á sér vegna launamála. Til rannsóknar hefur veriđ hvort rétt var ađ málum stađiđ ţegar seđlabankinn var látinn greiđa kostnađinn vegna málavafsturs bankastjórans gegn bankanum.

Ţarf nokkurn ađ undra ađ lögreglustjórinn á höfuđborgarsvćđinu hafi veriđ kallađur á vettvang viđ val á seđlabankastjóra fyrir nćstu fimm ár?“

Ekki er ţess minnst ađ fréttastofa ríkisútvarpsins hafi séđ ástćđu til ađ vekja máls á ţessum rökum fyrir setu lögreglustjórans í umsagnarnefndinni. Ţess í stađ er vitnađ í lektor í viđskiptafrćđi viđ Háskólann í Reykjavík og yfirmann greiningardeildar Arion banka sem segir „skipun [umsagnar]nefndarinnar skađlega fyrir sjálfstćđi Seđlabankans og sér ekki rökin fyrir valinu á lögreglustjóra sem formanni hćfisnefndar“ eins og segir á ruv.is.

Hvernig í ósköpunum skipun umsagnarnefndar getur veriđ skađleg fyrir sjálfstćđi seđlabanka er ekki skýrt frekar í fréttinni. Hvađa skođun ćtli greiningarstjóri Arion banka hafi á ţeim málum sem nefnd eru hér ađ ofan og snerta yfirstjórn seđlabankans? Hefur veriđ tekiđ á ţeim í greiningarstarfi bankans? Eđa á rannsókn ríkisendurskođunar á málaferlunum vegna launamála seđlabankastjóra? Hafa lektorinn og greiningarstjórinn rćtt um ţau mál á vefsíđunni Central banking?

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleira í pottinum

Ţáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Ţriđjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíđan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komiđ ađ ţáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur veriđ lögđ áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, ţróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umrćđna hér á landi um ţessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Ţá hefu...

Easy-Jet fćkkar ferđum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagiđ Easy-Jet hefur fćkkađ ferđum á flugleiđinni London-Moskva um helming. Ástćđan er minnkandi eftirspurn og ađ sögn Moskvutíđinda eru önnur alţjóđleg flugfélög ađ gera hiđ sama. Farţegum á ţessari flugleiđ hefur fćkkađ um 20% ţađ sem af er ţessu ári samanboriđ viđ sama tíma fyrir ári. Ástćđan er stađa rúblunnar og versnandi alţjóđleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaţvćtti fyrir alţjóđlega glćpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist ađ bankakerfinu í Andorra um ţessar mundir og yfirvofandi hruni ţess.

PIMCO: Evru­svćđiđ á sér ekki framtíđ ađ óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stćrsta skuldabréfa­sjóđs heims, segja ađ evru­svćđiđ eigi sér ekki framtíđ nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í ţví felst ađ sögn Daily Telegraph ađ ađildarríkin afsali sér sjálfstćđi sínu. Talsmađur PIMCO bendir á ađ veikur hagvöxtur á evru­svćđinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS