Fimmtudagurinn 25. febrúar 2021

ESB-aðildarsinni skeytir skapi sínu á EES-samningnum - ýtt undir kröfu um uppsögn hans


22. júlí 2014 klukkan 13:58

Jóna Sólveig Elínardóttir hefur unnið að úttekt fyrir framkvæmdastjórn ESB, starfað fyrir sendinefnd ESB á Íslandi og sinnt vefstjórn fyrir Evrópustofu. Nú þegar Jean-Claude Juncker, verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur lokað á stækkun ESB fram til ársins 2019 og þar með kollvarpað öllum áformum ESB-aðildarsinna á Íslandi ritar Jóna Sólveig grein í Fréttablaðið þriðjudaginn 22. júlí til að lítið úr áformum íslenskra stjórnvalda um að styrkja stöðu Íslendinga gagnvart ESB innan ramma EES-samningsins,

Íslendingar hafa búið við EES-samninginn í 20 ár og fyrir liggur ítarleg skýrsla frá árinu 2007 um leiðir til að styrkja stöðu Íslands innan hans. Tillögunum var aldrei hrundið í framkvæmd vegna þess að innan utanríkisráðuneytisins settu menn stefnuna á ESB-aðild. Sú tilraun misheppnaðist.

Í öllum ESB-ríkjum hafa frjálshuga menn áhyggjur af auknu miðstýringarvaldi ESB-embættismanna í Brussel. Áform um að flytja vald frá Brussel til höfuðborga ESB-ríkjanna setja svip á ESB-umræður í öllum ESB-ríkjunum 28. Það er rangt að segja lýðræðishalla gagnvart þjóðþingum einstakra ríkja bundinn við EES-samninginn – þessi halli er landlægur í samskiptum allra þjóða við Brusselvaldið.

Philip Hammond, nýr utanríkisráðherra Breta, segir að takist ekki að flytja vald frá Brussel til London muni hann mæla með úrsögn úr ESB.

Hið sérkennilega við málflutning ESB-aðildarsinna á borð við Jónu Sólveigu er að þeir telja að með því að hallmæla EES-samstarfinu auki þeir áhuga Íslendinga á að ganga í ESB. Líklegra er hins vegar að hið gagnstæða gerist: þeim vaxi fiskur um hrygg sem vilja slíta EES-samstarfinu.

Rétt er að minnast þess að hefði kröfunni um aðild að ESB verið fylgt eftir af hörku fyrir aldarfjórðungi þegar EES-aðildin var til umræðu á alþingi hefði verið ákveðið að standa bæði fyrir utan ESB og EES.

Ætli ESB-aðildarsinnar á Íslandi enn einu sinni að hefja rógsherferð gegn EES-samningnum í anda greinar Jónu Sólveigar í Fréttablaðinu leika þeir sé að eldi sem þeir geta ekki hamið séu þeir teknir á orðinu. Andstæðingar EES-samningsins munu ganga í lið með þeim og berjast fyrir slitum á öllu samningsbundnu sambandi við ESB.

Að ESB-aðildarsinnar standi svo klaufalega að málum er í samræmi við annað í baráttu þeirra undanfarin ár. Þeir standa í raun fjær því eftir fimm ára umsóknarferli íslenskra stjórnvalda að ná aðildarmarkmiði sínu en nokkru sinni frá því að EES-samningurinn var gerður. Ætli þeir nú að fórna þeim samningi á altari eigin vonbrigða brjóta þeir endanlega allar brýr að baki sér.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS