Sunnudagurinn 24. janúar 2021

Af hverju hafa Kínverjar áhuga á að fjárfesta í íslenzkum banka?


24. júlí 2014 klukkan 07:30

Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag er upplýst að kínversk fyrirtæki hafi enn áhuga á að kaupa hlut í Íslandsbanka af slitastjórn Glitnis. Haft er eftir formanni slitastjórnar Glitnis að sá áhugi sé til marks um að „erlendir fjárfestar hafi trú á framtíðarhorfum í efnahagslífinu og að Ísland geti brotizt út úr höftum.“

Merki Alþýðubanka Kína

Er það líkleg skýring á því að kínverskir fjárfestar vilji kaupa banka á Íslandi? Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er a.m.k. annar þeirra í eigu kínverska ríkisins. Varla telja kínverskir fjármálamenn 320 þúsund manna markað eftirsóknarverðan. Og varla stendur til að gefa bankakerfinu færi á að þenjast út í tífalda verga landsframleiðslu Íslands aftur.

Bandarískir ráðamenn, sem sennilega vita sitthvað um það sem fyrir Kínverjum vakir eru þeirrar skoðunar að áhugi Kínverja á Íslandi byggist á því að geta notað Ísland, sem eins konar þjónustumiðstöð við það sem þeir lýsa sem fyrirætlunum Kínverja um að láta greipar sópa um auðlindir Grænlendinga.

Er hugsanlegt að það sé líklegri skýring á áhuga kínverskra „fjárfesta“ á að kaupa Íslandsbanka en „trú á framtíðarhorfum í efnahagslífinu“ og að „Ísland geti brotizt út úr höftum“??

SG

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS