Sunnudagurinn 24. janúar 2021

Andlitslyfting á 365 miðlum: Kristín Þorsteins­dóttir ráðin útgefandi


24. júlí 2014 klukkan 16:05

Kristín Þorsteinsdóttir sem fyrir nokkur árum var fréttamaður á ríkisútvarpinu hefur verið ráðin útgefandi 365. Útgefandi er yfirmaður fréttastofu og ber ábyrgð á störfum hennar gagnvart forstjóra, Sævari Frey Þráinssyni. Mikael Torfason aðalritstjóri mun áfram stýra daglegum rekstri fréttastofu ásamt Ólafi Stephensen ritstjóra og er því ekki um neina breytingu að ræða á störfum þeirra eða ritstjórnarlegu sjálfstæði fréttastofu, að því er segir í tilkynningu frá 365.

Kristín Þorsteinsdóttir

Kristín hefur verið kynningarfulltrúi bæði Baugs og Iceland Express. Þá hefur hún setið í stjórn 365 miðla.

Hinn 17. janúar 2012 gagnrýndi Kristín fréttastofu ríkisútvarpsins og stjórnendur Kastljóss harðlega fyrir að ganga erinda slitastjórnar Glitnis. Hún sagði í grein í Fréttablaðinu:

„Á mínum Rúv-árum iðaði fólk í skinninu af metnaði til að varpa ljósi á stöðu mála í samfélaginu. Við trúðum því að það væri okkar hlutverk að veita valdsmönnum og öðrum ráðamönnum landsins málefnalegt aðhald. Við töldum það skyldu okkar að ýta undir uppbyggilega rökræðu í landinu. Drottningarviðtöl voru ekki komin til sögunnar.

Undirgefni sumra fjölmiðla við skila- og slitastjórnarmenn bankanna er með ólíkindum. Þeir einfaldlega neita að mæta í viðtöl og umræðuþætti, þegar spurningarnar brenna. Það er tími smjörklípunnar. Skjótast svo í drottningarviðtöl þegar þeim sjálfum passar og skjóta ódýrum skotum á fólk sem hvorki fær tækifæri né er í stöðu til að verja sig á sama vettvangi.

Þannig hefur náðst ótrúlegt taumhald á umræðunni á Íslandi.“

Sigmar Guðmundsson stjórnandi Kastljóss svaraði Kristínu í Fréttablaðinu 18. janúar 2012 og sagði:

„Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Baugs, skrifar grein í Fréttablaðið í gær um umfjöllun Kastljóss um stefnu slitastjórnar Glitnis gegn helstu stjórnendum bankans og eigendum. Í grein sinni fullyrðir Kristín að stefnan sé “lesin upp orðrétt í Kastljósi Ríkisútvarpsins, þann 12. janúar síðastliðinn án nokkurra athugasemda, eins og um hreinan sannleika sé að ræða„.

Allir áhorfendur Kastljóss sáu þetta kvöld að Jón Ásgeir Jóhannesson fékk mikið rými fyrir athugasemdir sínar í þættinum. Hann vildi reyndar ekki koma í viðtal, en Kastljós vann innslag um þær athugasemdir sem hann vildi koma á framfæri eftir að hafa verið í tölvupóstsamskiptum við hann sama dag. Jón Ásgeir fékk því að sjálfsögðu að svara þeim atriðum sem Kastljós fjallaði um upp úr stefnu slitastjórnar Glitnis. Lárusi Welding stóð það einnig til boða og líka Katrínu Pétursdóttur, fyrrum stjórnarmanni í Glitni, en þau svöruðu ekki skilaboðum Kastljóss.“

Af þessum orðum má ráða að Sigmar telur Kristínu ganga erinda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, fyrrverandi eiganda Baugsmiðlanna, í skrifum sínum, miðlarnir eru nú að mestu í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs.

Nýlega var fyrrverandi forstjóri Símans ráðinn forstjóri 365 miðla og boðar hann aukna sókn fyrirtækisins inn á fjarskiptamarkaðinn og verður fjarskiptafyrirtækið Tal hluti 365 heimili Samkeppnisstofnun það.

365 glíma við fjárhagserfiðleika og er þessi uppstokkun á yfirstjórninni liður í að auka áhuga fjárfesta á að koma að fyrirtækinu. Mikael Torfason var ráðinn af Ara Edwald sem hefur látið af forstjórastörfum til að hressa upp á ásýnd fjölmiðlahluta fyrirtækisins. Nú er talin nauðsyn að gera betur í því efni með ráðningu Kristínar Þorsteinsdóttur.

Fyrir utan hollustu við eigendur sína hafa fjölmiðlar 365 einkum markað sér stöðu með eindregnum stuðningi við ESB-aðildarviðræðurnar. Þrátt fyrir að boðað hafi verið að ESB stækki ekki frekar næstu fimm árin og viðræðum við Íslendinga hafi verið hætt er sú stefna boðuð í ritstjórnargreinum Fréttablaðsins að ekki megi hrófla við Íslandi sem ESB-umsóknarríki.

Nú kemur í ljós hvort rekstur símafyrirtækis og nýju mennirnir í brúnni á 365 miðlum sem ráða úrslitum um áhuga fjárfesta á að leggja 365 til aukið fjármagn, án þess hallar áfram undan fæti hjá fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS