Föstudagurinn 23. apríl 2021

Már endurskipađur seđlabanka­stjóri - fyrirvari frá ráđherra í skipunar­bréfi - Már setur einnig fyrirvara


15. ágúst 2014 klukkan 14:29

Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráđherra, hefur endurskipađ Má Guđmundsson seđlabankastjóra til nćstu fimm ára. Líklegt er ađ skipun Más mćlist illa fyrir međal margra áhrifamanna í viđskipta- og fjármálalífi landsins sem telja Má hafa fariđ offari í starfi sínu.

Már Guðmundsson

Umbođsmađur alţingis hefur í mörg ár setiđ á áliti sem lýtur ađ embćttisverkum Más. Ţá hefur honum veriđ stefnt fyrir dóm vegna ţess hve seint og illa umbođsmađur hefur tekiđ á kvörtun gegn Má.

Óánćgju gćtir međal sjálfstćđismanna sem telja ađ Már verđskuldi ţađ síđur en svo ađ hljóta skipun ađ nýju í ljósi framgöngu sinnar. Hann hafi til dćmis sýnt mikiđ dómgreindarleysi međ málaferlum vegna launakjara sinna og ekki sé upplýst um greiđslur Seđlabanka Íslands af ţví tilefni.

Allt er ţetta sagt hníga til ţeirrar áttar ađ međ ţví ađ endurskipa Má rýri ráđherra enn traust manna í garđ Seđlabanka Íslands.

Í skipunarbréfi til Más lćtur Bjarni Benediktsson ţess getiđ ađ unniđ sé ađ endurskođun laga um Seđlabanka Íslands og bendir Má á ađ viđ breytingu á lögunum kunni stađa hans ađ raskast.

Bjarni segir ađ nefndin sem endurskođar lögin um bankann geti tekiđ einstaka atriđi og gert tillögu til sín um ţađ og sé ţađ hlutverk nefndarinnar ađ gera tillögur sem „treysta trúverđugleika og sjálfstćđi bankans og traust á íslenskum efnahagsmálum“. Hún eigi ađ huga tillögum um „ađ efla samstarf og skýra verkaskiptingu milli Fjármálaeftirlitsins og Seđlabankans“. Bréfi ráđherra lýkur á ţessum orđum:

„Tillögur nefndarinnar geta ţví leitt til breytinga á stjórnskipulagi Seđlabanka Íslands sem óhjákvćmilega geta haft áhrif á störf yđar hjá bankanum á skipunartíma yđar.“

Miđađ viđ orđ sem falliđ hafa í ađdraganda ţess ađ Már Guđmundsson fćr endurskipun í embćtti seđlabankastjóra til ársins 2019 er líklegt ađ seđlabankastjórum veriđ fjölgađ á nćstunni. Skipun Más nú sé í raun til bráđabirgđa. Er líklegt ađ Bjarni Benediktsson verjist gagnrýni úr eigin röđum međ ţeim rökum.

Ţá auđveldar ţađ ráđherranum framhaldiđ ađ Már lýsti yfir eftir ađ hann hlaut skipunina ađ hann liti sjálfur á hana ţeim augum ađ hann kynni ađ hverfa til starfa erlendis ef breyting yrđi á skipulagi seđlabankans. Má ráđa af ţeim orđum ađ hann líti á núverandi skipulag sem hannađ var af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur sem sérsniđiđ ađ sér.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleira í pottinum

Ţáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Ţriđjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíđan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komiđ ađ ţáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur veriđ lögđ áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, ţróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umrćđna hér á landi um ţessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Ţá hefu...

Easy-Jet fćkkar ferđum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagiđ Easy-Jet hefur fćkkađ ferđum á flugleiđinni London-Moskva um helming. Ástćđan er minnkandi eftirspurn og ađ sögn Moskvutíđinda eru önnur alţjóđleg flugfélög ađ gera hiđ sama. Farţegum á ţessari flugleiđ hefur fćkkađ um 20% ţađ sem af er ţessu ári samanboriđ viđ sama tíma fyrir ári. Ástćđan er stađa rúblunnar og versnandi alţjóđleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaţvćtti fyrir alţjóđlega glćpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist ađ bankakerfinu í Andorra um ţessar mundir og yfirvofandi hruni ţess.

PIMCO: Evru­svćđiđ á sér ekki framtíđ ađ óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stćrsta skuldabréfa­sjóđs heims, segja ađ evru­svćđiđ eigi sér ekki framtíđ nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í ţví felst ađ sögn Daily Telegraph ađ ađildarríkin afsali sér sjálfstćđi sínu. Talsmađur PIMCO bendir á ađ veikur hagvöxtur á evru­svćđinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS