Bæði Danir og Finnar standa frammi fyrir vaxandi efnahagsvanda
Áhrif evrukreppunnar sem aðallega hefur komið niður á evruríkjunum við Miðjarðarhaf teygja sig æ lengra í norður. Mánuðum saman hafa Finnar tekist á við efnahagslægð.
Nú er það sama að gerast í Danmörku, sem ekki er á evrusvæðinu en Danir hafa tengt dönsku krónuna við evruna.
Nýjar tölur sýna, að verg landsframleiðsla Dana minnkaði um 0,3% á öðrum fjórðungi þessa árs og hagvöxtur á fyrsta fjórðungi sem talinn var hafa verið 0,8% er nú sagður hafa verið 0,6%.
Berlingske Tidende segir í morgun að nánast óhugsandi sé að áætlanir um 1,4% hagvöxt á þessu ári standist.
Útflutningur hefur minnkað, fjárfestingar hafa minnkað og bílasala hefur minnkað.
Þessar tölur hafa komið sérfræðingum í Danmörku í opna skjöldu.
Þær þýða að tvö Norðurlandanna, Danmörk og Finnland standa nú frammi fyrir vaxandi vanda í efnahagsmálum.
SG
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...