Sunnudagurinn 24. janúar 2021

Danir gæla enn við að fá forseta leiðtogaráðs ESB - Donald Tusk frá Póllandi líklegastur


29. ágúst 2014 klukkan 12:52

Í dönskum fjölmiðlum velta menn því enn fyrir sér hvort Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra verði valin í forsæti leiðtogaráðs ESB á fundi leiðtoga ESB-ríkjanna í Brussel laugardaginn 30. ágúst. Annars staðar er talið líklegt að Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, verði næsti forseti leiðtogaráðsins.

Donald Tusk

Danski forsætisráðherrann er fulltrúi vinstri armsins innan ESB en hinn pólski hægri armsins. Verði Tusk valinn er líklegt að Federica Mogherini, utanríkisráðherra í mið-vinstri stjórninni á Ítalíu, verði utanríkis- og öryggismálastjóri ESB. Fréttir hafa borist um að mið-hægri maður, fjármálaráðherra Spánar, verði formaður evru-ráðherrahópsins.

Fyrir utan þessi þrjú lykilembætti ber að raða 26 fulltrúum frá jafnmörgum ESB-ríkjum í framkvæmdastjórn ESB. Þar er tekist á um einstök embætti. Frakkar vilja til dæmis að sósíalistinn Pierre Moscovici verði efnahagsmálastjóri sem mælist ekki vel fyrir hjá þeim sem fylgja aðhaldsstefnu í ríkisfjármálum undir forystu Þjóðverja.

Verði Helle Thorning-Schmidt forseti leiðtogaráðsins er bent á tvo mið-hægri frambjóðendur í embætti utanríkis- og öryggismálastjóra: Kristalinu Georgievu sem situr nú í framkvæmdastjórn ESB fyrir Búlgaríu og Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Póllands.

Pólverjar eru nefndir í tengslum við þessi tvö höfuðembætti en talið er tímabært að árétta mikilvægi aðildar ríkja í austurhluta Evrópu með því að velja fulltrúa frá þeim í topp-embætti innan ESB. Pólland er fjölmennsta landið í þessum hópi ESB-ríkjanna.

Innrás Rússa í Úkraínu kallar á margvísleg viðbrögð af hálfu ESB, þar á meðal aukin áhrif ríkja frá austurhluta ESB innan æðstu stjórnar sambandsins.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS