Fimmtudagurinn 25. febrúar 2021

Færeyingar sæta gagnrýni í Danmörku fyrir að sýna ekki Úkraínumönnum stuðning


13. september 2014 klukkan 21:06

Færeyingar ætla að auka útflutning á eldislaxi til Rússlands og koma þar í stað Norðmanna sem eru á bannlista Rússa. Berlingske Tidende segir að þessi ákvörðun Færeyinga skapi Martin Lidegaard, utanríksráðherra Dana, vanda. Hann verði að þræða einstigi á milli viðskiptabanns af hálfu ESB og tillits til réttar Færeyinga til sjálfsstjórnar innan danska ríkissambandsins.

Lars Hovbakke Sørensen, sagnfræðingur og sérfræðingur í norrænum málefnum, segir við blaðið:

„Vandinn skapast af því að Færeyjar eru ekki í ESB eins og Danmörk. Á sama tíma eru Danir í ríkjasambandi við Færeyinga. Danska stjórnin þarf að hagsmunum beggja og hér verður hagsmunaárekstur.“

Kaj Leo Holm Johannesen, lögmaður Færeyja, ræddi við vara-sjávarútvegsráðherra, Ilja Sjestakov, fyrr í vikunni að sögn Berlingske og gagnrýndi þá refsiaðgerðastefnu ESB. Eftir það fékk hann vilyrði um auknar útflutningsheimildir til Rússlands.

Færeyingar ákveða sjálfir stefnu sína í viðskiptamálum en utanríkisstefnan ræðst af ákvörðunum dönsku ríkisstjórnarinnar. Berlingske segir að útflutningur á laxi sé að sjálfsögðu viðskiptamál en hann sé hins vegar hluti af utanríkismálum þegar kaupandinn er í Rússlandi sem hefur verið sett í skammarkrókinn vegna framgöngu Rússa í Úkraínu.

„Færa má rök fyrir að viðskipti sem hafa afleiðingar á sviði utanríkismála krefjist afskipta dönsku ríkisstjórnarinnar. Frá því sjónarmiði hefðu Færeyingar átt að ræða málið við stjórnvöld í Danmörku áður en tóku það í eigin hendur,“ segir Lars Hovbakke Sørensen.

Martin Lidegaard utanríkisráðherra sendir Berlingske bréf þar sem hann gagnrýnir Færeyinga mildum orðum: „Ég tel að Færeyingar geri sér fulla grein fyrir því sem ESB væntir þess af þriðja landi að það nýti sér ekki stöðuna sem myndast vegna refsiaðgerða ESB.“

Jonas Dahl, talsmaður Sósíalíska þjóðarflokksins um færeysk málefni, segir ummæli utanríkisráðherrans of lin. Honum finnst að Færeyingar eigi að standa með Úkraínumönnum sem séu í miklum. Það kunni að draga fjárhagslegan dilk á sér, eitt sé að Færeyingar reyni að komast hjá þeim annað að þeir gagnrýni Úkraínumenn í sömu andrá.

Danski Einingarflokkurinn telur að Færeyingar gefi vont fordæmi. Þeir ákveði við hverja þeir versli og hvernig en lögmaðurinn hafi farið illa að ráði sínu með að gagnrýni refsiaðgerðirnar gegn Rússum. Af því megi ætla að Færeyingar líti ekki árás Rússa á Úkraínu alvarlegum augum..

Kaj Leo Holm Johannesen lögmaður segir við Berlingske að hann telji sig ekki bundinn af refsiaðgerðum ESB. Hann segir:

„Við erum hluti Vesturlanda og NATO en enginn hefur spurt um álit okkar, enginn hefur spurt hvað okkur finnst. ESB ætti fara rólega, það er erfitt að vita hvað okkur finnst úr því að enginn spyr okkur,“

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS