Kosið er í tveimur sambandslöndum Þýskalands sunnudaginn 14. september, Brandenburg og Thüringen. Bæði eru löndin í fyrrverandi Austur-Þýskalandi og í báðum þeirra er flokknum Alternative für Deutschland (AfD) – Annar kostur fyrir Þýskaland – spáð nægu fylgi til að koma mönnum inn á landsþingin eins og var fyrir tveimur vikum í Saxlandi.
Brandenburg umlykur höfuðborg Þýskalands, Berlín, og þar hafa jafnaðarmenn setið við völd í 24 ár. Að þessu sinni hafa 16 ára og eldri kosningarétt í Brandenburg en á árinu 2011 var ákveðið að lækka aldursmarkið úr 18 árum.
AfD-flokkurinn var stofnaður fyrir sambandsþingkosningarnar í Þýskalandi í september 2013. Flokkurinn komst ekki yfir 5% þröskuldinn þá en það gerði hann hins vegar í ESB-þingkosningunum í maí 2013 þegar hann fékk um 7% atkvæða og 7 af 96 þingmönnum Þjóðverja
Fylgiskönnun á vegum þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ZDF sýnir að AfD kann að fá 9,5% atkvæða í Brandenburg en 8% í Thüringen. Í hvorugu sambandslandanna tekst frjálsum demókrötum (FDP) að komast yfir 5% þröskuldinn. Því er spáð að kristilegir demókratar (CDU) fari áfram með stjórnarforystu í Thüringen og jafnaðarmenn (SPD) í Brandenburg.
Þegar AfD-flokkurinn var stofnaður snemma á síðasta ári var lögð áhersla á að Þjóðverjar ættu annan kost en óbreytta aðild að evru-samstarfinu. Síðan hafa áherslumál flokksins breyst og AFP-fréttastofan segir að frambjóðendur hans beini spjótum sínum í vaxandi mæli að hælisleitendum.
Í Brandenburg gagnrýna AfD-menn til dæmis að ákveðið hafi verið að nota gamlar herbúðir þýska hersins fyrir 1.000 hælisleitenda „án þess einu sinni að upplýsa“ íbúana 9.000 í nágrenninu.
Barátta AfD er reist á hvatningu til kjósenda um að sýna „gömlu flokkunum“ að þeir láti eigin vilja ráða og hafi fengið nóg af því sem í boði er. Nú hafi þeir tækifæri til að segja skilið við skammsýni og innantóma frasa. Með því að kjósa frambjóðanda AfD velji þeir skynsemi í stað hugmyndafræði.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...