Huang Nubo, auðmaður og fjárfestir frá Kína, er enn fréttaefni, sunnudaginn 28. september í The New York Times (NYT) þar sem Andrew Higgins blaðamaður ritar langa grein um áhuga Kínverja á að ná fótfestu á norðurslóðum. Higgins skrifar grein sína frá Longyearbyen á Svalbarða en af henni má ráða að Huang sé ekki fallinn frá áformum um að eignast land þar sem einkaaðilar vilja selja.
Huang er lýst sem manni með fullar hendur fjár en „murky past working for the Chinese Communist Party (óljósa fortíð eftir að hafa starfað fyrir Kommúnistaflokk Kína). Minnt er á að hann hafi ekki fengið að kaupa land á Íslandi en hins vegar hafi hann í maí á þessu ári gert “bráðabirgða-samning„ um að kaupa stóra sjávarjörð fyrir um 4 milljón dollara í Lyngen, ekki langt frá Tromsö í Norður-Noregi.
Þá neitaði Huang Nubo að hann hefði áhuga á að kaupa land á Svalbarða. Nú segir í NYT að málið sé komið á dagskrá að nýju. Í NYT er vitnað í Odvar Nygård, blaðamann við Nordlys í Tromsö, sem segir:
„Það þarf enginn að efast um að milljarðamæringurinn Huang Nubo er útsendari kínverska kommúnistaflokksins og stjórnvalda landsins. Það fær enginn að stunda umsvif á þann hátt sem hann hefur gert síðan á tíunda áratugnum í Kína og erlendis án tengsla við og velvildar ráðandi afla í Kína.“
Í NYT er einnig vitnað í Willy Østreng, forstöðumann Norsku pólrannsóknamiðstöðvarinnar, sem segir: „Hver sá sem hefur áhuga á geopólitík mun fylgjast með því sem gerist á þessu svæði á komandi árum.“ Hann segir að Huang kunni aðeins að vera „venjulegur brosandi fjárfestir“ sem hafi einlægan áhuga á að þróa ferðaþjónustu. Í þessu tilviki ræði menn þó um hvernig þeir skynji eða túlki það sem gerist.
„Þetta er túlkað á þann veg að Kínverjar vilji ná fótfestu á norðurslóðum.“
Østreng bendir á að Kínverjar þarfnist orku og þeir hafi opinberlega lýst áhuga á að láta að sér kveða á norðurslóðum. Þeir hafi sent ísbrjót sinn, Snædrekann, á vettvang, sent vísindamenn til Svalbarða í alþjóðlegum hópum, þeim hafi tekist að fá fasta áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu. Þeim hafi hins vegar ekki verið leyft að reisa stóra ratsjá á Svalbarða.
Þeir hafi meira að segja lýst Kína sem „næstum norðurskautsríki“ jafnvel þótt 1.000 mílur séu frá heimskautsbaugnum að nyrsta odda Kína. Østreng segir: „Þegar þú ert fjölmenn þjóð í stóru landi getur þú krafist hvers sem þú vilt og fólk trúir þér.“
Fram hefur komið að innan norsku ríkisstjórnarinnar sé vilji til þess að ríkið kaupi landið sem einstaklingar vilja selja á Svalbarða. Af greininni í NYT má ráða að fréttir núna um áhuga Huangs á þessu landi kunni að tengjast viðræðum um verðmæti þess. Eigendurnir eru erfingjar norsks útgerðarmanns sem eignaðist það árið 1937. Ekkert land á Svalbarða hefur verið til sölu síðan 1952 og landið sem nú er falt er hið síðasta í einkaeign á eyjaklasanum.
Vimælendur NYT segja að verðmæti landsins kunni að vera frá nokkrum milljónum í meira en milljarð dollara.
Willy Østreng segir að ekki sé unnt að verðleggja eitthvað sem sé „einstakt“. Ekki sé til neitt markaðsverð á landi svo norðarlega vegna skorts á framboði. Verðmæti landsins sjálfs sé lítið vegna þess að enginn vinni lengur kol á þessum slóðum og þeir sem reyni það tapi aðeins á því. „Líti maður hins vegar á strategískt gildi“ segir Østreng „er verðið á þessu land óreiknanlegt.“
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...