Heitar umræður stóðu í 45 mínútur í franska þinginu mánudaginn 6. október um hvort ávarpa ætti konu á forsetastóli þingsins Madame le président eða Madame la présidente í síðara tilvikinu hefur orðið président verið kvengert og einnig greinirinn fyrir framan það.
Julien Aubert, þingmaður mið-hægriflokksins UMP, ávarpaði konuna Sandrine Mazetier sem sat á forsetastóli Madame le président. Forseti gerði athugasemd við ávarpsorðin, þingsköp mæltu svo fyrir að þingmaðurinn ætti að ávarpa sig sem konu. Refsaði forseti þingmanninum með því að skerða mánaðarlaun hans í október um fjórðung, það er um 1378 evrur, það er 210.000 ísl. kr. Blöskrar mörgum hve þung þessi refsing er, einkum þeim sem skipa sér á hægri væng stjórnmálanna.
Frá 1998 gilda þau þingsköp í Frakklandi að það beri að féminiser eða kvengera öll ávörp í þingsalnum segja Madame la députée (frú þingkona) eða Madame la présidente (frú forseti) hið sama gildir um nefndarformenn eða fundarstjóra. Reglan nær hins vegar ekki til þess þegar ráðherra er ávarpaður. Þingmaður má því segja Madame le ministre+ þegar hann ávarpar ráðherra þótt hann sé kona.
Umræður um þetta verða ekki einfaldari í Frakklandi við það að Académie française, franska akademían, æðsti dómstóll franskrar tungu, er andvíg því að embætti séu kvengerð. Á vefsíðu hennar má sjá að akademían telur miður að heiti æ fleiri embætta hafi verið kvengerð hin síðari ár. Akademían leggur áherslu á að um sé að ræða embætti en ekki einstaklinga og embættið beri kyn án tillits til þess hver gegnir því og þess vegna sé eðlilegt að halda sig við eitt kyn, karlkyn sem sé í þessu tilliti hlutlaust.
Hér á landi hefur vottað fyrir tilhneigingu til að kvengera stöðu- eða embættisheiti, einkum þegar orðið „stjóri“ á í hlut sbr. framkvæmdastýra eða jafnréttisstýra. Karlkyn starfsheita er hins vegar ráðandi: forseti, ráðherra, dómari, læknir, prestur, lögfræðingur, kennari og rithöfundur svo að nokkur dæmi séu nefnd.
Á alþingi ávarpa menn konu á forsetastóli almennt „frú forseti“, Ólafur Þ. Þórðarson heitinn hélt þó fast við ávarpið „herra forseti“ þótt kona sæti á forsetastóli. Nú er algengt að heyra fliss í þingmönnum verði einhverjum á að nota þetta ávarp.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...