Mánudagurinn 29. nóvember 2021

366 miđlar: Ekkert bólar á hlutafjáraukningu um milljarđ - óvissa um samruna viđ Tal


9. október 2014 klukkan 12:16

Hvađ eftir annađ hefur veriđ skýrt frá ţví af forráđamönnum 365 miđla á ţessu ári ađ hlutafé félagsins yrđi aukiđ um einn milljarđ. Meira en helmingurinn mundi koma frá nýjum fjárfestum en ţar ađ auki mundu núverandi eigendur leggja til nýtt fé. Átti ađ skýra frá hinum nýju hluthöfum í ágúst 2014. Ekkert liggur fyrir um ţetta nú í október og enn er óljóst hvort Samkeppniseftirlitiđ samţykkir samruna 365 miđla og Tals en sókn inn á fjarskiptamarkađinn átti međal annars ađ styrkja stöđu 365 miđla.

Hinn 5. maí 2014 var sagt frá ţví ađ Sćv¬ar Freyr Ţrá¬ins¬son, fyrr¬ver¬andi for¬stjóri Sím¬ans, hefđi veriđ ráđinn ađstođarfor¬stjóri 365 miđla ehf. Hann mundi hefja störf 1. júlí 2014 og vinna ađ stefnumörkun og framtíđarsýn 365 og jafnframt bera ábyrgđ á fjármála-, fjarskipta-, tćkni og sjónvarpsáskriftarsviđum 365 eins og sagđi í fréttatilkynningu.

Í tilkynningunni kom fram ađ fjárfestar hefđu samţykkt ađ auka hlutafé 365 miđla um nálega einn milljarđ króna međ kaupum á nýjum flokki hlutafjár. Sagđi Ari Edwald, forstjóri 365, ađ hlutafjáraukningunni mundi ljúka í júní. Hún vćri á vegum núverandi eigenda og nýrra fjárfesta.

Í tilefni af ţessu sagđi Vísir hinn 6. maí ađ nýir fjárfestar vćru á leiđ inn í eigendahóp 365 sem ćtti međal annars og rćki Fréttablađiđ, Stöđ 2, Vísi og Bylgjuna. Fjárfestar hefđu samţykkt ađ auka hlutaféđ um tćplega einn milljarđ króna. Meira en helmingurinn mundi koma frá nýjum fjárfestum en ţar ađ auki mundu núverandi eigendur leggja til nýtt fé. Hlutafjáraukningunni yrđi ađ hálfu variđ í ađ greiđa niđur skuldir en ađ öđru leyti til ađ styrkja rekstur og vöxt. Eftir ađ hlutafjáraukningunni lyki í júní yrđi eiginfjárhlutfall 365 ríflega 40% og skuldir um 2,3 milljarđar króna, sem vćri innan viđ tvöfaldur árlegur rekstrarhagnađur félagsins.

Samhliđa hefđu náđst samningar viđ viđskiptabanka félagsins um endurfjármögnun á lánum, sem fćli í sér lengri niđurgreiđsluferil en veriđ hefđi.

Hinn 14. júlí 2014 var tilkynnt ađ Sćvar Freyr Ţráinsson hefđi veriđ ráđinn forstjóri 365 miđla í stađ Ara Edwalds. Í frétt Viđskiptablađsins vegna forstjóraskiptanna var minnt á ađ í maí 2014 hefđi veriđ sagt frá aukningu hlutafjár í 365 miđlum um einn milljarđ króna. Sćvar vildi ekki greina Viđskiptablađinu frá hverjir tćkju ţátt í hlutafjáraukningunni. Í ágúst 2014 yrđi ţađ gert opinbert.

Hinn 8. október 2014 birti Vísir frétt um ađ 365 miđlar hefđu hagnast um 746 milljónir áriđ 2013 samkvćmt ársreikningi. Áriđ 2012 hefđi hagnađurinn numiđ um 305 milljónum króna.

Í fréttatilkynningu frá 365 miđlum kćmi fram ađ Ebitda hagnađur hefđi veriđ 1.463 milljónir og nćmu áhrif af sölu Póstmiđstöđvarinnar um ţriđjungi af ţeirri upphćđ.

Hvergi var minnst á aukninguna á hlutafé um milljarđ sem átti ađ kynna í ágúst en hins vegar hefđu á árinu 2014 veriđ sameinađir „hlutabréfaflokkar A og B og gefinn út nýr hlutabréfaflokkur ađ nafnverđi 445 milljónir“ sem hefđi veriđ greitt til félagsins. Allir ţessir hlutir vćru í eigu ađaleiganda 365, Ingibjargar S. Pálmadóttur. Ţá hefđu 365 miđlar keypt hlut Fjölmiđils ehf. og hluta af bréfum Ara Edwald, fyrrum forstjóra.

Viđskiptablađiđ segir ađ Ari hafi átt 6,2% hlut í 365 miđlum en nú nemi hlutur hans 2,25%. Fjölmiđill ehf. átti 3,9% í 365 miđlum og var félagiđ undir handarjađri Stefáns Hilmars Hilmarssonar sem lét af störfum sem fjármálastjóri 365 ţegar Sćvar Freyr Ţráinsson tók ađ sér stjórn fyrirtćkisins.

Í tilkynningunni frá 8. október 2014 er minnt á ađ viđ ţađ sé miđađ ađ 365 og Tal renni saman í eitt fyrirtćki frá og međ miđju ári 2014 en Samkeppniseftirlitiđ skođi enn hvort sameiningin sé heimil ađ lögum. Verđi sameiningin „láta hluthafar í IP Fjarskiptum ehf. af hendi hlutafé sitt í félaginu en fá í stađinn 19,3% hlut í A-flokki hlutafjár í 365 miđlum ehf. Ţannig ađ hlutafé í 365 miđlum ehf. í A-flokki hlutafjár hćkkar um kr. 354 milljónir ađ nafnverđi,“ segir í tilkynningu félagsins og einnig. „Samanlagt heildarhlutafé í A og B flokki í sameinuđu félagi verđi ţví kr. 2.288 milljónir. Núverandi hluthafar í 365 miđlum ehf. eiga áfram hluti sína í A- flokki hlutafjár í félaginu.“

Nokkrar umrćđur urđu fyrr á árinu 2014 um sölu Póstmiđstöđvarinnar. Í janúar 2014 sagđi Ari Edwald ađ Póstmiđstöđin vćri í söluferli en í apríl 2014 ţegar greint var frá uppgjöri 365 vegna ársins 2013 var sagt ađ Póstmiđstöđin hefđi veriđ seld á árinu 2013. Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, Halla Sigrún Hjartardóttir, formađur stjórnar Fjármálaeftirlitsins, og fleiri hefđu keypt hana, ţeirra á međal Malcom Walker, forstjóri bresku matvöruverslunarinnar Iceland. Morgunblađiđ spurđi Walker hvernig honum hefđi dottiđ í hug ađ fjárfesta í póstdreifingarfyrirtćki hér á landi. Hann sagđi ţađ kannski hljóma fáránlega, en um algjörlega blinda fjárfestingu vćri ađ rćđa. Einn af framkvćmdastjórum Iceland í Bretlandi hefđi lagt til viđ sig ađ hann fjárfesti međ sér í fyrirtćkinu.

„Ég hugsađi mig um ađ hámarki í 60 sekúndur og sagđi svo: allt í lagi, gerum ţetta,“ sagđi hann í samtali viđ Morgunblađiđ.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk viđ kröfuhafa á svig viđ neyđarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Ţorsteinsson afhenti í Alţingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áđur hafđi Víglundur skrifađ Einari K. Guđfinnssyni forseta Alţingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alţingis, Hr. formađur Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesiđ
Fleira í pottinum

Ţáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Ţriđjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíđan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komiđ ađ ţáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur veriđ lögđ áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, ţróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umrćđna hér á landi um ţessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Ţá hefu...

Easy-Jet fćkkar ferđum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagiđ Easy-Jet hefur fćkkađ ferđum á flugleiđinni London-Moskva um helming. Ástćđan er minnkandi eftirspurn og ađ sögn Moskvutíđinda eru önnur alţjóđleg flugfélög ađ gera hiđ sama. Farţegum á ţessari flugleiđ hefur fćkkađ um 20% ţađ sem af er ţessu ári samanboriđ viđ sama tíma fyrir ári. Ástćđan er stađa rúblunnar og versnandi alţjóđleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaţvćtti fyrir alţjóđlega glćpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist ađ bankakerfinu í Andorra um ţessar mundir og yfirvofandi hruni ţess.

PIMCO: Evru­svćđiđ á sér ekki framtíđ ađ óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stćrsta skuldabréfa­sjóđs heims, segja ađ evru­svćđiđ eigi sér ekki framtíđ nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í ţví felst ađ sögn Daily Telegraph ađ ađildarríkin afsali sér sjálfstćđi sínu. Talsmađur PIMCO bendir á ađ veikur hagvöxtur á evru­svćđinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS