15. október að rök hnígi að því að lækkun olíuverðs bendi til þess að hafið sé olíustríð milli Bandaríkjamanna og Sádí-Araba annars vegar og Rússa og Írana hins vegar. Slíkt stríð hafi Bandaríkjamenn og Sádar háð við Sovétmenn árið 1985 og það hafi verið upphafið að falli þeirra.
Friedman bendir á að upplausn ríki um þessar mundir í fjórum olíuframleiðsluríkjum: Líbíu. Írak, Nígeríu og Sýrlandi auk þess sem Íranir glími við höft og viðskiptaþvinganir. Fyrir tíu árum hefði þessi staða leitt til þess að olíuverð færi í hæstu hæðir en hið gagnstæða gerðist núna: olía hafi vikum saman lækkað í verði, sé nú um 88 dollarar eftir að hafa sveiflast lengi milli 105 og 110 dollara tunnan.
Rekja megi meira framboð til samdráttar í Evrópu og Kína auk þess sem Bandaríkjamenn séu að orðnir ein helsta olíuframleiðsluþjóð heims. Þá neiti Sádar að draga úr framleiðslu til að hækkað olíuverðið.
Þetta fari ekki fram hjá Rússum. Í Prövdu hafi birst hinn 3. apríl 2014 grein undir fyrirsögninni: Obama vill að Sádi-Arabar eyðileggi efnahag Rússa. Þar segi: „Það er fordæmi fyrir að slík sameiginleg aðgerð hafi leitt til falls USSR [Sovétríkjanna]. Árið 1985 stórjók Konungdæmið [Sádi-Arabía] olíuframleiðsluna úr 2 milljónum í 10 milljónir tunna á dag, verðið á tunnu lækkaði úr $32 í $10. USSR varð að selja sumar pantanir á jafnvel lægra verði, $6 á tunnu. Sádi-Arabar töpuðu engu vegna þess að við að lækka verð 3.5-falt fimmfölduðu þeir framleiðslu sína. Áætlunarbúskapur Sovétríkjanna þoldi ekki minnkandi útflutningstekjur og þetta var ein af ástæðunum fyrir hruni USSR.“
Friedman vitnar einnig í ræðu sem Jegor Geidar, forsætisráðherra Rússlands 1991-1994, flutti 13. nóvember 2006 þar sem hann sagði að rekja mætti fall Sovétríkjanna aftur til 13. september 1985 þegar tilkynnt hefði verið að Sádar ætluðu ekki að standa vörð um olíuverðið. Við þetta hefðu Sovétmenn tapað um $20 milljörðum á ári og alls ekki haft efni á því.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...