Fimmtudagurinn 25. febrúar 2021

Byssumálið og blaðamennskan


24. október 2014 klukkan 13:13

Hér var rifjað upp fimmtudaginn 23. október að talið um vopnabúnað íslensku lögreglunnar nú minnti á hvellinn sem varð stundum á tíma kalda stríðsins þegar andstæðingar varnarsamstarfsins við Bandaríkin og aðildina að NATO tóku til við hræðsluáróðurinn um að kjarnorkuvopn væru falin hér á landi þótt íslensk stjórnvöld neituðu því.

Eitt mesta upphlaupið af þessu tagi varð í maí 1980 þegar fréttastofa ríkisútvarpsins (hljóðvarps) hafði samband við William Arkin, þáv. starfsmann Center for Defense Information (CDI), vegna skýrslu sem CDI gaf út 1975. Hallgrímur Thorsteinsson, þáv. fréttamaður á hljóðvarpi ríkisins, hafði þá samband við Arkin og kynnti afraksturinn í fréttaþættinum Víðsjá, það er Spegli þess tíma, undir heitinu: Kjarnorkuvopn á Íslandi?

Hallgrímur sagði meðal annars: „Að undanförnu hafa Samtök herstöðvaandstæðinga hér á landið haldið því fram að kjarnorkuvopn séu geymd á Keflavíkurflugvelli…“ Taldi Hallgrímur að samtökin hefðu heimildir fyrir því úr ýmsum áttum og nú hefði hann fundið enn eina sönnunina hjá CDI sem hann sagði að væri „líklega sú áreiðanlegasta hvað varðar vitneskju um herafla Bandaríkjanna úti í heimi“.

Allt reyndist þetta úr lausu lofti gripið eins og þeir sem vissu betur fullyrtu árið 1980 og kom síðan í ljós við brottför varnarliðsins.

Hallgrímur Thorsteinsson tók nýlega við ritstjórn DV og hefur nú tekið til við að flytja getgátu-fréttir um viðbúnað lögreglunnar og landhelgisgæslunnar og kvartar auk þess undan því nú eins og hann gerði 1980 að hann fái ekki íslensk stjórnvöld til að segja það sem hann vill heyra til að staðfesta fréttirnar. Er þetta síðan lagt út á þann veg að stunduð sé rannsóknarblaðamennska í óþökk yfirvalda. Þetta er í raun blaðamennska sem einkennist af birtingu „frétta“ sem reistar eru á ótraustum heimildum og síðan er öðrum kennt um að ekki sé unnt að fá þær staðfestar.

Sagt er að sumir séu alltaf við sama heygarðshornið sama hvað á gengur – að vísu er munur á kjarnorkusprengju á Keflavíkurflugvelli og hríðaskotabyssu í almennum lögreglubíl. Hitt er hins vegar staðreynd að hvorugt er til staðar.

Samspilið á milli DV og fréttastofu ríkisútvarpsins í byssumálinu er einnig gamalkunnugt og fréttamenn ríkisútvarpsins velta hverjum steini eins og vera ber, gefa meira að segja til kynna að það sé ákveðið að félagsfundi lögreglustjóra hvort vopn sé sett í lögreglubíl eða ekki.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS