Fimmtudagurinn 25. febrúar 2021

Norðmenn felldu ESB-aðild fyrir 20 árum - nú eru 75% Norðmanna á móti aðild


28. nóvember 2014 klukkan 13:20

Föstudaginn 28. nóvember eru rétt 20 ár liðin frá því að meirihluti Norðmanna hafnaði aðild að Evrópusambandinu – í annað sinn. Kjörsókn sló öll met, var 89%, í 14 fylkjum landsins af 19 var meirihluti andvígur aðild.

Almenningur í Noregi reis gegn samningi sem gerður hafði verið um aðild Noregs og naut stuðnings elítunnar í stjórnmálum, fjölmiðlum og viðskiptalífi. Tekin var ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðsluna í samhengi við aðild hlutlausu EFTA-ríkjanna Austurríkis, Finnlands og Svíþjóðar að ESB. Bændasamtökin og norska alþýðusambandið beittu sér gegn aðild að ESB en á þingi alþýðusambandsins (LO) felldi naumur meirihluti tillögu um aðild.

Ríkisstjórnir Íslands og Noregs höfðu átt samleið sem EFTA-lönd við gerð samnings um evrópska efnahagssvæðið. Eftir að Norðmenn sögðu nei við ESB-aðild urðu þeir aðilar að EES og eru enn þann dag í dag.

Norskir andstæðingar ESB-aðildar segja nú það hafi ráðið mestu um afstöðu almennings að hann vildi halda í lýðræðislega stjórnarhætti og fullveldi. Rekja megi frelsisþrá Norðmanna til 1814 og 1905, þá hafi þróunin innan ESB hin síðari ár verið á þann veg að lýðræðislegir stjórnarhættir séu á undanhaldi og það valdi spennu og sífellt meiri vandræðum. Það hafi verið mikil framsýni hjá norskum almenningi að taka völdin af elítunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Í tilefni af 20 ára afmælinu birta blöðin Klassekampen og Nationen niðurstöður nýrrar könnunar um afstöðu Norðmanna til ESB. Hún sýnir að 74% Norðmanna eru nú á móti aðild. Hana styðja aðeins 16,8%. Um 10% taka ekki afstöðu.

Þegar alþingi samþykkti ESB-aðildarumsókn Íslands sumarið 2009 héldu talsmenn hennar að Íslendingar gætu fetað í fótspor Norðmanna og annarra EFTA-þjóða í viðræðum við ESB. Það reyndist rangt mat. Hlíta varð skilyrðum um aðlögun og rýnivinnu. Þegar ESB-menn neituðu að skila rýniskýrslu um sjávarútvegsmál fyrri hluta árs 2011 sigldu viðræður Íslendinga og ESB-manna í strand og formlega var gert hlé á þeim í janúar 2013.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur ekki treyst sér til að afturkalla ESB-aðildarumsóknina heldur kýs að hafa hana sem lík í lestinni en viðuræðunefnd Íslands hefur verið aflögð.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS