Landsfundur CDU, flokks Angelu Merkel Þýskalandskanslara, verður haldinn næstu daga. Á síðasta landsfundi árið 2012 var hún kjörin formaður flokksins með 97,9% atkvæða. Enginn keppir við hana um formennskuna að þessu sinni frekar en þá.
Innan CDU finnst sumum nóg um hve Merkel hefur gengið langt til vinstri undanfarin misseri til að þóknast jafnaðarmönnum (SPD) sem mynda nú stjórn undir forystu hennar.
Bent er á að með vinstri beygjunni hafi Merkel opnað glufu á hægri kantinum fyrir AfD (Alternative für Deutschland), flokk sem kom til sögunnar á árinu 2013 og hefur sótt í sig veðrið í kosningum til ESB-þingsins og sambandslandsþinga á þessu ári. AfD er gagnrýnin á ESB og sérstaklega evru-samstarfið. Vill flokkurinn losa Þjóðverja undan evru-skuldbindingum gagnvart S-Evrópuríkjum.
Í þessu ljósi telja menn að skoða verði yfirlýsingar Merkel um að Frakkar og Ítalir verði að grípa til róttækari efnahagsaðgerða en þeir hafa gert til þessa til að verða við kröfum ESB um hlutfall ríkissjóðshalla af vergri þjóðarframleiðslu. Þá er einnig bent á að Merkel setji Ítali og Frakka undir sama hatt þótt það sé ekki sanngjarnt vegna ráðstafana sem gripið hefur verið til á Ítalíu. Þetta geri hún til að draga úr reiði Frakka vegna gagnrýni hennar.
Næst verður kosið til sambandsþingsins í Berlín árið 2017. Miðað við stöðu Merkel nú þegar hún nýtur trausts 57% Þjóðverja eru ekki líkur á öðru en hún bjóði sig fram sem kanslaraefni í fjórða sinn.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...