Fimmtudagurinn 22. apríl 2021

Frakkland: Skiptar skoðanir um áhrif Rússagullsins á stefnu Le Pen


10. desember 2014 klukkan 13:20
Marine Le Pen

Nokkrar umræður hafa orðið í Frakklandi um lántöku Marine Le Pen og flokks hennar, Þjóðfylkingarinnar, í rússneskum banka. Þriðjudaginn 9. desember sagði Henri Guaino, þingmaður UMP-flokksins (mið-hægri) að hann hefði skilning á lántökunni. „Nei, lánið veldur mér engu áfalli,“ sagði Guaino við útvarpsstöðina France Info. Hann var áður höfuðráðgjafi Nicolas Sarkozys þegar hann sat í forsetahöllinni og er nú helsti ræðuritari hans eftir að hann varð formaður UMP-flokksins. Guaino sagði að hann skildi ekki hvers vegna menn töluðu svona mikið um þetta lán til Þjóðfylkingarinnar. „Marine Le Pen hefur fundið banka. Punktur!“ sagði hann.

Þingmaðurinn hafði áður harðlega gagnrýnt François Hollande forseta fyrir að afhenda ekki Rússum Mistral-þyrlumóðurskipin vegna deilunnar um Úkraínu. Marine Le Pen hefur hafnað öllum ásökunum um að verða fjárhagslega háð banka í tengslum við Vladimír Pútín og það ráði afstöðu hennar til Rússlandsforseta og stefnu hans.

Xavier Bertrand, fyrrverandi atvinnu- og félagsmálaráðherra fyrir UMP-flokkinn, hefur sakað Le Pen um lygar. Hann segir að með því að taka lán í Moskvu lendi Þjóðfylkingin í „siðferðilegum og pólitískum hagsmunaárekstri“. Sjálfstæði flokksins og yfirlýst ættjarðarást hans sé ekki annað „allsherjar grín“. Hann sagði:

„Marine Le Pen hefur rétt til að verja stuðning sinn við Rússa og að hafa fundið átrúnaðargoð sitt í Pútín. Menn verða þó ávallt að spyrja sig hvort það sé vegna þess að Rússar hafa lánað henni peninga.“

Hann segir að formaður Þjóðfylkingarinnar hafi ekki til þessa ekki sett fram nein sannfærandi rök til að hafna því að svo sé.

Le Pen hefur birt skjöl sem sýna að fjórir bankar (LCL, Crédit Agricole, CIC og BNPParibas) neita að veita flokki hennar lán. Vegna þessarar neitunar segist hún hafa orðið að snúa sér til Czech Russian Bank (FCRB) í Moskvu.

Jean-Christophe Cambadélis, formaður franska sósíalistaflokksins, sakar Marine Le Pen um að fara með rangt mál. Lánafyrirgreiðsluna megi rekja til samhljóms milli flokks Le Pen og stjórnar Pútíns. „Vladimír Pútín fjármagnar hana af því að hún skiptir máli fyrir stefnu hans, að kljúfa Evrópu,“ sagði Cambadélis í BFM TV.

Fréttamaður Frankfurter Allgemeine Zeitung í París segir að ekki sé fullljóst hve mikið fé flokkur Le Pen hafi fengið að láni í Moskvu. Vefblaðið Mediapart segir að um 9 milljónir evra sé að ræða. Á hinn bóginn segir sagan að Wallerand de Saint-Just gjaldkeri Þjóðfylkingarinnar hafi nefnt 40 milljónir evra í lánaviðræðunum við Rússa.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS