Miðvikudagurinn 29. júní 2022

Frakkland: Deilt um sölu 49,99% í flugvellinum í Toulouse til Kínverja


18. desember 2014 klukkan 13:20

Franska ríkið ákvað hinn 4. desember að taka tilboði kínversks fyrirtækis í kaup á 49.99% í flugvellinum í Toulouse í Suður-Frakklandi, fjórða stærsta flugvelli Frakka.. Fyrirtækið ber heitið Symbiose og að baki því standa tvö kínversk félög: Shandong Hi-Speed Group, umsvifamikið í gerð samgöngumannvirkja, og Friedmann Pacific Asset Management, eignarhaldsfyrirtæki í Hong Kong. Þeim til ráðgjafar er kanadíska fyrirtækið SNC-Lavalin sem sérhæfir sig á sviði mannvirkjagerðar. Söluverðið er 308 milljónir evra.

Ákvörðunin um söluna hefur vakið harðar deilur. Frönsk fyrirtæki sem töldu fram hjá sér gengið við þessa einkavæðingu mótmæltu. Hið sama hefur verið gert á pólitískum vettvangi og nú hefur ákvörðunin verið kærð til stjórnsýsludómstóls þar sem í henni felist „valdníðsla“. Ríkið hafi gengið lengra en góðu hófi gegnir og ekki hafi verið gætt að samráði við íbúa í Toulouse í nágrenni við flugvöllinn, starfsmenn né aðra sem málið varðar á heimavelli. Fyrir þessa sök beri að ógilda gjörninginn.

Þá er ríkið sakað um að hafa aðeins litið til fjárhagslegra hagsmuna en látið hjá líða að huga að umhverfis- og öryggismálum og afleiðingum þess að Kínverjar vilji þrefalda umferð um flugvöllinn miðað við það sem hún var árið 2013 en þá fóru 7,5 milljónir farþega um völlinn.

Ríkisstjórn Frakklands er mikið í mun að einkavæðingin á Toulouse-flugvelli nái fram að ganga því að fyrir henni vakir að einkavæða fleiri flugvelli. Á sölulista kunna að verða flugvellir í Nice, Lyon og Bordeaux. Mælast áformin ekki vel fyrir hjá stjórnendum þessara borga. Árið 2011, í forsetatíð Nicolas Sarkozys, boðaði ríkisstjórnin einkavæðingu flugvalla víðsvegar um Frakkland en féll frá áformunum vegna mikillar andstöðu heimamanna.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS